Fréttir

Viltu eiga fund með fyrirtækjum með framtíðar samstarf í huga? – Enterprise Europe Network aðstoðar þig

Enterprise Europe Network á Íslandi hjálpar fyrirtækjum að vaxa hraðar með sérsniðnum tólum. Fyrirtækjaheimsóknir (Company mission) er eitt þeirra. Í samvinnu við samstarfsaðila okkar í Enterprise Europe Network netverkinu komum við á fundum á milli viðeigandi fyrirtækja annaðhvort hér eða erlendis. Við sjáum til þess að sameiginlegur ávinningur beggja aðila sé í fyrirrúmi. Traust viðskiptasambönd er aðalatriðið hér ásamt víðu tengslaneti.

Enterprise Europe Network í Danmörku hélt í lok október fyrirtækjaheimsókn í samstarfi við EEN á Íslandi. Dönsk og grænlensk fyrirtæki í sjávarútvegi og sjóflutningum komu til Íslands og heimsóttu 11 hagsmunaaðila meðal annars Eimskip, Orbicon Arctic, íslenska sjávarklasann og Viðskiptaráð. Heimsóknin varð mjög árangursrík. Eftirfarandi umsögn Linn Indrestrand þróunarstjóri Port of Hirtshals er merki um það hversu mikilvægt er að tengja fyrirtæki og fólk til að framtíðarviðskiptasamband myndist „We had a great follow-up meeting and the trip in general was absolutely positive. Your service and the meeting you arranged were very well organized. We are planning another more dedicated trip to Iceland“ Við hvetjum fyrirtæki sem vilja komast í samband við fyrirtæki erlendis að hafa samband við okkur hér.

 

 

 

Íslenska fyrirtækið Kara Connect eitt af 6 árangurssögum „Ready to Grow“

Árlega fer Enterprise Europe Network af stað með herferðir utan um árangurssögur fyrirtækja sem hafa fengið stuðning frá Enterprise Europe Network í sínu heimalandi og/eða erlendis. Kallast þær „Ready to Grow“

Íslenska fyrirtækið Kara Connect varð nýlega fyrir valinu sem „Ready to Grow“ árangurssaga og er núna hluti af kara connect þar sem sex evrópsk fyrirtæki fá umfjöllun á Twitter og á miðlægri heimasíðu þeirra. Hægt er að lesa um hennar árangurssögu á heimasíðu Enterprise Europe Network og á Twitter er myndskeið af sögu fyrirtækisins.

Vilt þú taka þátt í þessari vegferð með okkur?  Hafðu samband við okkur á Enterprise Europe Network á Íslandi

Enterprise Europe Network er alþjóðlegt netverk í yfir 60 löndum sem sérhæfir sig í að aðstoða fyrirtæki í nýsköpun og alþjóðlegum vexti. Netverkið hefur á síðastliðnum 10 árum byggt upp stórar miðlægar netrásir til að dreifa fréttum, myndböndum og viðtölum við fyrirtæki sem eru staðsett um allan heim. Eitt af lykilatriðum markaðsfræðinnar er að dreifa upplýsingum um fyrirtæki og vöru á sem flesta viðeigandi staði til að ná athygli. Þó svo að t.d. Twitter netverkið skáki ekki Katie Perry í sínu aðgengi að fjöldanum, þá eru þessir miðlar að tala við sérsniðin markhóp sem skiptir einmitt máli fyrir fyrirtæki í vexti.

Því er tilvalið að nýta þetta tækifæri, þínu fyrirtæki algjörlega að kostnaðarlausu, og senda inn árangurssögu sem á möguleika að ná athygli ekki bara í Evrópu heldur um allan heim. Netverkið er með skrifstofu á Íslandi og hægt að heyra í okkur varðandi árangurssöguna og þá þjónustu sem við bjóðum upp á hér

 

Það sem þarf vera fyrir hendi er:

Verkefnið þarf að vera efnilegt og hafa getu til að vaxa erlendis.

Fyrirtæki þurfa að hafa þegið stuðning frá Enterprise Europe Network

Rekstur þarf vera hafinn með góðum árangri og metnaður þarf að vera til staðar um verulegan alþjóðlegan vöxt og fela í sér atvinnutækifæri.

 

Möguleiki á enn umsvifameiri umfjöllun

Fyrirtæki sem taka þátt í þessu verkefni eiga tækifæri á enn frekari og umsvifameiri umfjöllun sem endar með fullbúnu myndbandi eins og sjá má í myndbandi um fyrirtæki í Austurríki sem sérhæfir sig í gerð hugbúnaðar sem breytir texta í táknmál.

Stefnir þitt fyrirtæki á Bandaríkjamarkað?

Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi, í samvinnu við Enterprise Europe Network og Nýsköpunarmiðstöð Íslands, kynna upplýsinga– og tengsla fund þann 28 mars kl 16:00 í sendirherrabústaðnum á Mánagötu 5, 8. hæð. Fjallað verður um SelectUSA og þá þjónustu sem erlendum fyrirtækjum og fjárfestum býðst sem stefna á Bandaríkjamarkað, og umsóknarferlið fyrir SelectUSA Summit 2017 sem verður haldið í Washington í júní.

Nánari dagskrá og skráning á síðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Ný heimasíða

Enterprise Europe Network á Íslandi hefur nú opnað nýja heimasíðu sem vonandi sýnir þjónustu okkar á aðgengilegan hátt og mun auðvelda fyrirtækjum að nýta þjónustu okkar. Ekki hika við að hafa samband, við erum til þjónustu reiðubúin.

Glærur: Getur fyrirtæki þitt fengið styrk frá Evrópusambandinu?

Glærur af fundi 31. mars 2016

Getur fyrirtæki þitt fengið styrk frá Evrópusambandinu?

Vinsamlegast smellið á tenglana til að vista eða skoða glærurnar.

Gauti Marteinsson – Leiðandi verkefnastjóri EEN á Ísland hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands – Glærur >>

Páll Árnsasson – Fagstjóri Evrópuverkenfna á Nýsköpunarmiðstöð Íslands. getur NMÍ aðstoð – Glærur >>

Pilar Cocera – Innovation Process Manager hjá Insprialia í Madríd – Glærur >>

Fundarstjóri: Gauti Marteinsson