Er stafræn nýsköpun hluti af markmiða setningu þíns fyrirtækis?

Er stafræn nýsköpun hluti af markmiða setningu þíns fyrirtækis, er hún hluti af grunn viðskiptamódeli og er verið að skoða stafræna nýsköpunarferla?  

Tækniframfarir kalla á stafræna umbreytingu. Fyrirtæki vilja sjá hagnað, traust viðskiptavina, starfsánægju, þau vilja taka betri ákvarðanir, besta ferla og auka skilvirkni. Öll þessi atriði bæta samkeppnisstöðu þeirra. Kröfur til fyrirtækja aukast. Viðskiptavinir vilja að á þá sé hlustað og að kröfum þeirra sé mætt. Samkeppnin verður sífellt harðari, starfsmenn kalla eftir nýstárlegri stjórnun og gerð er krafa á aukinna gagnanýtingu og sýnileika.

Allt eru þetta hvatar til stafrænnar þróunar.  

Hvað er stafvæðing?

Stafvæðing er notkun stafrænnar tækni til að breyta grunn viðskiptamódeli til að opna á nýjar tekjulindir og verðmætaskapandi tækifæri. Markmiðið er að skapa ný verðmæti, með því að nota stafræna tækni! Viðskiptamódel fyrirtækja er að breytast í takt við tímann.

Hvað geta lítil og meðalstór fyrirtæki gert?

Lítil og meðalstór fyrirtæki hafa kannski ekki auðlyndir til að fara í stafræna umbreytingu en grunn stafvæðing ætti að geta verið hluti af viðskiptamódeli:

• Samfélagsmiðlar

• Farsímatækni

• Skýjalausnir

• Gagnagreiningar og gagnanýting

• Internet hlutanna (gervigreind, róbótartækni, sjálfvirknivæðingu ofl.)

• Þrvíddarprentun (ódýrar prótótýpur)

• Gervigreind (spjall vélmenni)

• Netöryggi (öryggispróf)

• og önnur stafræn tól sem hjálpa við stafvæðingu fyrirtækja

Dæmi um stafvæðingu fyrirtækis:

Fyrirtæki getur hafið stafræna gagnasöfnun um viðskiptavini (CRM kerfi), endurgjöf þeirra, viðbrögð og þarfir með því að nota samfélagsmiðla og gagnagreiningu. Verðmæti sem skapast eru t.d. nýjar vörur sem tók skemri tíma að hanna þar sem viðskiptavinir eru með í ráðum, til verður betri þjónusta við viðskiptavini sem síðan skapar auknar tekjur, ánægju, skilning á þörfum viðskipavinarins og betri samskipti.

Enterprise Europe Network býður litlum og meðalstórum fyrirtækjum að fara í gegnum greiningu á stöðu þeirra í stafrænni nýsköpun og þróun og fá umræður í gang um ofangreindar spurningar.

Hafðu samband og við tökum fund.