Þjónusta

Enterprise Europe Network á Íslandi aðstoðar lítil og meðalstór fyrirtæki, auk háskóla og opinbera aðila, gegnum stærsta viðskiptatengslanet heims.

Hjá Enterprise Europe Network starfa um 3000 sérfræðingar á yfir 458 stöðum í fleiri en 39 löndum og í öllum heimsálfum. Með sérþekkingu á alþjóðlegum mörkuðum og tengslanet í allri Evrópu og víðar, aðstoðum við fyrirtæki við að komast á nýja markaði.

Þjónusta okkar er gjaldfrjáls.

Sérsniðin aðstoð

Við veitum sérsniðna ráðgjöf sem auðveldar fyrirtækjum sókn á nýja markaði og þátttöku í alþjóðlegu samstarfi.

Hvaða atvinnugrein sem er, við gerum okkar besta til að ráðleggja varðandi markaðstækifæri og styrkjamöguleika sem hjálpa þínu fyrirtæki í aukinni alþjóðasókn. Við bjóðum hagnýta ráðgjöf og markvissar markaðsupplýsingar og veitum stuðning út ferilinn.

Yfirlit evrópskra styrkjamöguleika
Hugverkavernd
Hagnýtar upplýsingar til að stunda viðskipti í Evrópu
Allt sem þú þarft að vita varðandi inn- og útfluttning í Evrópu


Viðskiptatækifæri

Við aðstoðum fyrirtæki að komast í erlent samstarf gegnum tengslanet okkar og þá viðburði sem við bjóðum upp á, sem hjálpar fyrirtækjum til vaxtar á alþjóðlegum mörkuðum.

Í gagnagrunni Enterprise Europe Network sem er sá stærsti sinnar tegunda má finna þúsundir tækifæra sem geta aukið samkeppnishæfni þíns fyrirtækis.
Leit að viðskiptatækifærum í gagnabanka

Við skipuleggjum markviss og skilvirk fyrirtækjastefnumót á alþjóðlegum ráðstefnum sem auka líkur á viðskiptasamningum og spara fyrirtækjum tíma og peninga. Einnig skipuleggjum við fyrirtækjaheimsóknir út um allan heim sem eru sérhannaðar fyrir viðskiptavini okkar og hafa leitt til samstarfssamninga, þökk sé góðum undirbúningi, staðbundinni þekkingu og leiðsögn sérfræðinga.
Yfirlit væntanlegra viðburða hjá Enterprise Europe Network


Nýsköpun

Sérfræðingar okkar hafa þekkingu og reynslu til að veita fyrirtækjum sérsniðna aðstoð við nýsköpun og til vaxtar.

Við styðjum fyrirtæki að móta nýsköpunarferla og koma nýsköpun sinni hraðar á markað. Við aðstoðum við að greina arðbær viðskiptatækifæri og með sérfræðiráðgjöf okkar geta fyrirtæki aukið alþjóðasókn sína á öruggan hátt.

Enterprise Europe Network

Enterprise Europe Network