Sjálfbærni

Aðstoðum lítil og meðalstór fyrirtæki yfir í sjálfbærari viðskiptamódel

Enterprise Europe Network býður litlum og meðalstórum fyrirtækjum að meta sjálfbærni stöðu sína og miða hana við önnur fyrirtæki í sama geira í Evrópu. Teymið notar greiningartól IMP3rove og nefnist það Corporate Sustainability Navigator.

Niðurstöður greiningarnar eru síðan kynntar viðkomandi fyrirtæki með það að markmiði að styrkja samkeppnishæfni fyrirtækisins á alþjóðlegum markaði. Hvert fyrirtæki fær sérsniðna skýrslu byggða á niðurstöðum greiningarinnar og umræðum sem þar kviknuðu. Mikilvægt er að teymið sem kemur í matið sé fjölbreytt til að fá áreiðanlegar niðurstöður. Sem dæmi má nefna hugbúnaðarfyrirtæki sem hefur að geyma stofnanda, forritara og rekstraraðila. Best væri að fá alla þessa aðila til þátttöku í greiningarferlinu og svara spurningalista.

Hvar er þitt fyrirtæki statt þegar kemur að sjálfbærni?