Nýsköpun

Aðstoðum lítil og meðalstór fyrirtæki til nýsköpunar, vaxtar og að þróa nýjar vörur, þjónustu og viðskiptamódel

Sérfræðingar okkar hafa þekkingu og reynslu til að veita fyrirtækjum sérsniðna aðstoð við nýsköpun og til vaxtar.

Við styðjum fyrirtæki að móta nýsköpunarferla og koma nýsköpun sinni hraðar á markað. Við aðstoðum við að greina arðbær viðskiptatækifæri og með sérfræðiráðgjöf okkar geta fyrirtæki aukið alþjóðasókn sína á öruggan hátt.

Nýsköpunarþjónusta Enterprise Europe Network er ókeypis fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki svo þau geti styrkt nýsköpunargetu sína. Nýsköpunarþjónustan hjálpar fyrirtækjum að greina núverandi ástand og finna út á hvaða sviðum fyrirtækið vill styrkja sig. Í boði eru þrjár mismunandi greiningar, með fókus á stjórnun nýsköpunar, stafræna nýsköpun og sjálfbærni.

Við greiningarnar nýtum við greiningartólið Innovation Health Check.