Þjónusta
Enterprise Europe Network á Íslandi aðstoðar lítil og meðalstór fyrirtæki, auk háskóla og opinbera aðila, gegnum stærsta viðskiptatengslanet heims.
Við veitum sérsniðna ráðgjöf sem auðveldar fyrirtækjum sókn á nýja markaði og þátttöku í alþjóðlegu samstarfi.
Hjá Enterprise Europe Network starfa um 3000 sérfræðingar á yfir 450 stöðum í fleiri en 40 löndum og í öllum heimsálfum. Með þessa sérþekkingu á alþjóðlegum mörkuðum og tengslanet í allri Evrópu og víðar, getum við boðið fyrirtækjum fjölbreytta aðstoð, eins og að komast á nýja markaði.
Ráðgjöfin er sérsniðin að þínum þörfum.
Öll þjónusta okkar er gjaldfrjáls.
Fjármögnun & styrkir
Aðstoð varðandi fjármögnun gegnum styrki ESB, lög- og reglugerðir, CE-merkingar, tolla og virðisaukaskatt á innri markaðnum.
Samstarfsleit & viðskiptatækifæri
Aðstoð við að komast í erlent samstarf gegnum tengslanet okkar og viðburði.
Fyrirtækjastefnumót
Viðburður þar sem auðvelt er að eiga snarpa viðskiptafundi.
Nýsköpun
Styðjum fyrirtæki við að móta nýsköpunarferla og koma nýsköpun sinni hraðar á markað.
Sjálbærni
Aðstoð við að breyta yfir í sjálfbærari viðskiptamódel.
Stafræn vegferð
Hjálpum litlum og meðalstórum fyrirtækjum að sérsníða stafrænar lausnir.
Hagnýtar upplýsingar fyrir alþjóðlegan vöxt
Hér finnur þú allar upplýsingar varðandi inn- og útfluttning í Evrópu.
Solvit er ókeypis þjónusta veitt af stjórnvöldum allra ESB landa sem og Íslands, Noregs og Liechtenstein. Solvit aðstoðar einstaklinga og fyrirtæki er þeir lenda í vandræðum vegna þessa að yfirvöld í öðru ESB landi fara ekki að löggjöf ESB eins og þau ættu að gera.
TED (Tenders Electronic Daily) er vefgátt tileinkuð evrópskum opinberum innkaupum.
Upplýsingasíða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna verkefna sem fjármögnuð eru með rammaáætlunum ESB um rannsóknir og nýsköpun.