Viðburðir

Enterprise Europe Network skipuleggur margs konar viðburði þar sem þú getur hitt mögulega samstarfsaðila og aukið tengslanet þitt í Evrópu og víðar

Með þátttöku í viðburðum getur þú öðlast nýja þekkingu, kynnst nýjum mörkuðum og aukið alþjóðleg tækifæri með réttu samstarfsaðilunum.

Viðburðirnir fara bæði fram á Íslandi og víðsvegar um heiminn. Þeir geta verið fyrirtækjastefnumót, ráðstefnur, vinnustofur og námskeið. Yfirlit fyrirtækjasendinefnda er einnig að finna í viðburðadagatalinu.

Á síðustu þremur árum hefur Enterprise Europe Network haldið fleiri en 19 000 viðburði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, með meira en 742 000 þátttakendum. Skoðaðu viðburðadagatalið okkar reglulega til að sjá hvaða áhugaverðir viðburðir eru á framundan.