Árangurssaga: Empow­er fær 300 millj­ón­a krón­a fjár­mögn­un

Íslenska fyrirtækið Empower er viðskiptavinur Enterprise Europe Network. Fyrirtækið þáði þjónustu netverksins sem í þeirra tilfelli tengdist aðgangi að fjármögnun. Þjónustan fól í sér ráðgjöf og þjálfun fyrir VC fjármögnun.  Fyrirtækið tryggði VC fjármögnun upp á 2 milljónir evra.

EEN mun halda áfram að vinna með Empower til að tryggja innlenda styrki og skoða bæði alþjóðlega styrki og viðskiptatengsl í gegnum netið. Empower er nýtt fyrirtæki sem leggur áherslu á hið mikilvæga umræðuefni fjölbreytileika, jafnrétti og jafna þátttöku á vinnustöðum. Teymið er nú að þróa DEI SaaS lausn fyrir vinnustaði á heimsvísu, með sérstakri áherslu á vinnustaðamenningu.

Enterprise Europe Network sinnir fjölbreyttri þjónustu til íslenskra fyrirtækja sem hyggja á alþjóðlegan vöxt. Netverkið er staðsett í yfir 67 löndum og staðbundin þekking sérfræðinga netverksins hefur mikið að segja þegar fyrirtæki vilja sækja á nýja markaði.

Starfsmenn Enterprise Europe Network taka vel á móti þínu fyrirtæki.