Fyrirtækjastefnumót, tengslamyndun og tækifæri
á alþjóðlegum ráðstefnum og vörusýningum í Evrópu
Fyrirtækjastefnumót (e. B2B matchmaking) eru áhrifarík leið til að hitta mögulega samstarfsaðila, fjárfesta eða viðskiptavini. Fyrirtækjastefnumót er skipulagðir fundir sem haldnir eru í tengslum við ráðstefnur eða viðburði.
Á stórum ráðstefnum og viðburðum er tíminn oft takmarkaður. Enterprise Europe Network (EEN) einfaldar ferlið með því að miðla tengingum á milli einstaklinga alls staðar að úr heiminum.
EEN netverkið starfar í yfir 40 löndum og er því auðvelt að safna skráningum áhugaverðra fyrirtækja.
Hvernig virka fyrirtækjastefnumót?
- Þátttakendur skrá sig og fylla út upplýsingar um fyrirtæki sitt, áhugasvið og það sem þeir leita að.
- Kerfið gerir þér kleift að skoða aðra þátttakendur og bóka fundi með áhugaverðum aðilum.
- Fundirnir eru stuttir, yfirleitt 15–20 mínútur og fara fram á staðnum eða í gegnum fjarfundabúnað.
Þessi örfundir spara tíma og auka líkur á að finna rétta samstarfsaðila eða ný viðskiptatækifæri á evrópskum mörkuðum.
Af hverju að taka þátt?
- Aðgangur að alþjóðlegum mörkuðum og nýjum tengingum.
- Markviss og tímasparandi fundarform.
- Hentar vel fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, rannsóknaraðila, frumkvöðla og háskóla.
- Ókeypis ráðgjöf frá EEN við undirbúning.
Fyrirtækjastefnumót er hluti af þeirri þjónustu sem Enterprise Europe Network á Íslandi veitir og er þátttaka ókeypis, en oftast þarf að greiða á ráðstefnuna sjálfa eða vörusýninguna.
Næstu fyrirtækjastefnumót
Gagnabanki EEN, með yfirliti um komandi viðburði, er uppfærður reglulega. Fylgstu með eða hafðu samband við okkur til að fá nánari upplýsingar.
Leiðbeiningar við skráningu á fyrirtækjastefnumót
1. Skrá sig inn (Profil), vöru (Product) og/eða verkefni/áskorun (Request)
- Skráðu upplýsingarnar um þig og þitt fyrirtæki/sveitarfélag/stofnun eins vel og þú getur.
- Settu allt fram á einfaldan og hnitmiðaðan hátt.
- Þinn prófíll ætti að lýsa hver þú ert (þitt fyrirtæki/sveitarfélag/stofnun), hvað þú hefur uppá að bjóða/leitar eftir og hverja þú vilt hitta.
- Góður prófíll skiptir sköpum hér.
- Þegar þú hefur stofnað aðgang færðu upp síðuna þína. ATH að neðst á miðri síðunni þinni þarftu að skrá undir Marketplace Opportunities – þú skráir í:
- Product ef þú ert með vöru, þekkingu eða þjónustu í boði eða til þróunar.
- Request ef þú leitar að lausn hvort sem er ákveðinni vöru/þjónustu/ráðgjöf eða ef þú ert með áskorun sem þú athugaa hvort einhver annar hafi hugsanlega lausn á, eða getur þróað í samvinnu við þig.
- Góð skráning í Marketplace er grunnur fyrir því að fá fundarbeiðnir og að aðrir samþykki fundarboð frá ykkur.
2. Skoða þátttakendur (Participants) og verkefni (Marketplace)
- Skoðaðu áhugaverð tækifæri, fyrirtæki/sveitarfélög/stofnanir og vörur/lausnir/þjónustu.
3. Senda og svara fundarbeiðnum
- Skoðaðu reglulega þátttakendur (og nýja) og verkefni þeirra, og sendu þeim fundarbeiðni sem þú vilt funda með. Gott er að skrá hvers vegna þú vilt hitta viðkomandi en það eykur líkur á að fundurinn verði samþykktur
- Samþykktar fundarbeiðnir koma sjálfkrafa inn á tímaáætlun þína.
- Gott ráð: Sækið „b2match“ snjallforritið fyrir farsíma til að halda utan um fundina þína í símanum!
- Yfirlit yfir fundina þína og fundarbeiðnir finnurðu undir „Meetings“ (efst á gráu stikunni)
- Fundarbeiðnum verður að svara, að öðru leyti verður ekkert af fundum.
- Reglur varðandi bókanir
- Allir skráðir aðilar geta óskað eftir fundum með öllum öðrum skráðum aðilum.
- Samþykkja þarf fundi til að þeir komi inn í dagskrá þína yfir fundi.
4. Fyrirtækjastefnumótið og áminning
- Daginn fyrir fyrirtækjastefnumótið færðu tölvupóst með yfirliti yfir fundina þína.
- Þú sækir síðan dagskrána þína í „b2match“ snjallforritinu sem heldur utan um fundina þína í símanum!
Gangi þér vel















