Fyrirtækjastefnumót

Fyrirtækjastefnumót eru viðburðir sem Enterprise Europe Network stendur fyrir á ráðstefnum í Evrópu.  

Á stórum ráðstefnum og vörusýningum er tíminn oft takmarkaður og því erfitt að eiga fundi með áhugaverðum viðskiptaaðilum. Enterprise Europe Network sér um að safna fyrirtækjum, einstaklingum og stofnunum alls staðar að úr heiminum saman á einn stað til að eiga snarpa viðskiptafundi.  

Netverkið starfar í yfir 60 löndum og er því auðvelt að safna skráningum áhugaverðra fyrirtækja. 

Um er að ræða 15 – 20 mínútna örfundi við mögulega samstarfsaðila. Eina sem þarf að gera er að skrá sig á fyrirtækjastefnumótið og fylla inn upplýsingar sem komast þurfa til skila.  

Vettvangurinn er einfaldur og er auðvelt að bóka fundi með áhugaverðum aðilum.  

Með því að nýta sér fyrirtækjastefnumót sparast tími og viðkomandi á góða möguleika á því að stofna til framtíðar viðskiptasambands.  

Enterprise Europe Network

Enterprise Europe Network