Blog

Enterprise Europe Network (EEN) fagnar 15 árum af gjaldfrjálsri þjónustu við lítil og meðalstór fyrirtæki

Hefur þú verið lengi í nýsköpun og rekstri en aldrei heyrt af Enterprise Europe Network?
Vissir þú að EEN er stærsta viðskipta- og tækniyfirfærslunet í heimi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Viltu ná á erlenda markaði? Þarftu ráðgjöf um lög, reglur og skattamál? Ertu í leit að fjármagni? Þá erum við til staðar fyrir þig og hér er allt sem þú þarft að vita um þjónustu EEN sem býr að 15 ára reynslu.

15 ár til staðar fyrir þitt fyrirtæki

Hlutverk Enterprise Europe Network á Íslandi er að upplýsa, fræða og leiðbeina fyrirtækjum á Íslandi um tækifæri á alþjóðamarkaði. Með því að vera hluti af þessu alþjóða netverki sem styrkt er af Evrópusambandinu, getum við boðið upp á gjaldfrjálsa þjónustu.  

Enterprise Europe Network aðstoðar þig við að finna samstarfsaðila bæði í viðskiptum og í rannsóknarverkefnum.

Enterprise Europe Network getur aðstoðað þig varðandi spurningar um fjármögnun gegnum styrki ESB, lög- og reglugerðir, CE-merkingar, tolla og virðisaukaskatt á innri markaðnum ásamt öðrum málefnum tengdum alþjóða og evrópska markaðnum.

Enterprise Europe Network skipuleggur meðal annars fyrirtækjastefnumót og vinnustofur tengdar ákveðnum málefnum. Einnig bjóðum við litlum og meðalstórum fyrirtækjum upp á nýsköpunarþjónustu.

Nýsköpunarþjónusta Enterprise Europe Network er ókeypis fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki svo þau geti styrkt nýsköpunargetu sína. Nýsköpunarþjónustan hjálpar fyrirtækjum að greina núverandi ástand og finna út á hvaða sviðum fyrirtækið vill styrkja sig. Í boði eru þrjár mismunandi greiningar, með áherslu á stjórnun nýsköpunar, stafræna nýsköpun og sjálfbærni.

Við greiningarnar nýtum við greiningartól IMP³ROVE oger megináherslan á sjálfbærni, stafvæðingu og svo almenna nýsköpunargreiningu. Þessi tól nýtast því mjög vel til að taka stöðuna á fyrirtækinu, setja niður markmið og vinna úr hlutum sem þarf að bæta eða breyta. Niðurstöðurnar úr greiningartólinu eru settar inn í alþjóðlegan samanburðargagnabanka svo hægt sé að sjá hvernig önnur fyrirtæki í svipuðum geira eru að koma út.

Markhópur EEN eru sérstaklega lítil og meðalstór fyrirtæki en við þjónustum einnig stofnanir, rannsóknasetur og háskóla um alla Evrópu.

Í ár fagnar EEN 15 ára starfsafmæli. Til að fagna þessum tímamótum munum við gleðjast með öllum þeim fyrirtækjum sem netverkið hefur aðstoðað í gegnum árin. Árangurssögurnar fyrirtækja eru ótalmargar og aðeins brot af þeim má skoða á vef okkar.

Lesa árangurssögur

Myndin hér að neðan dregur svo saman þá þjónustu sem netverkið hefur veitt gjaldfrjálst í 15 ár og við erum rétt að byrja!

Hvernig getur netverkið hjálpað þér?

Netverkið EEN samanstendur af 3.000 sérfræðingum á 450 skrifstofum í yfir 40 löndum um allan heim. Í krafti útbreiðslunnar um allan heim, geta sérfræðingar EEN veitt sínum fyrirtækjum aðstoð við nýsköpun og alþjóðlegan vöxt.  

Netverkið vinnur eftir „customer centred” módeli og mætum við fyrirtækjum á þeim stað sem þau eru í sinni vegferð.

Þetta þýðir að þó svo að okkar teymi hér á Íslandi sé fáliðað, höfum við aðgang að þúsundum sérfræðinga í netverki EEN um allan heim. Við getum þar með aðstoðað fyrirtæki á Íslandi að ná fótfestu á erlendum mörkuðum í samstarfi við samstarfsaðila okkar í öðrum EEN netverkum.

Allar upplýsingar um ráðgjöf og teymið okkar má finna á heimasíðu okkar www.een.is

Árangurssaga: Empow­er fær 300 millj­ón­a krón­a fjár­mögn­un

Íslenska fyrirtækið Empower er viðskiptavinur Enterprise Europe Network. Fyrirtækið þáði þjónustu netverksins sem í þeirra tilfelli tengdist aðgangi að fjármögnun. Þjónustan fól í sér ráðgjöf og þjálfun fyrir VC fjármögnun.  Fyrirtækið tryggði VC fjármögnun upp á 2 milljónir evra.

EEN mun halda áfram að vinna með Empower til að tryggja innlenda styrki og skoða bæði alþjóðlega styrki og viðskiptatengsl í gegnum netið. Empower er nýtt fyrirtæki sem leggur áherslu á hið mikilvæga umræðuefni fjölbreytileika, jafnrétti og jafna þátttöku á vinnustöðum. Teymið er nú að þróa DEI SaaS lausn fyrir vinnustaði á heimsvísu, með sérstakri áherslu á vinnustaðamenningu.

Enterprise Europe Network sinnir fjölbreyttri þjónustu til íslenskra fyrirtækja sem hyggja á alþjóðlegan vöxt. Netverkið er staðsett í yfir 67 löndum og staðbundin þekking sérfræðinga netverksins hefur mikið að segja þegar fyrirtæki vilja sækja á nýja markaði.

Starfsmenn Enterprise Europe Network taka vel á móti þínu fyrirtæki.

Fyrirtækjastefnumót á Íslensku sjávarútvegssýningunni

Styrkið tengslanet ykkar í sjávarútveginum með því að taka þátt í fyrirtækjastefnumóti á vegum Enterprise Europe Network á Íslandi sem haldið verður þann 8. og 9. júní nk. á Íslensku sjávarútvegssýningunni.  

Skráning

Á síðustu sýningu árið 2017 var þátttaka og árangur af fyrirtækjastefnumótinu afar góð, en yfir 90 þátttakendur frá 24 löndum áttu yfir 100 viðskiptafundi.

Skráning og þátttaka er að kostnaðarlausu.

Hvers vegna að taka þátt?
Fyrirtækjastefnumótið er góð leið til að stækka tengslanetið og hitta nýja viðskiptavini. Í þátttöku felst:

  • Aukinn sýnileiki þíns fyrirtækis
  • Aukið aðgengi að fjölda fyrirtækja og hagsmunaðilum
  • Markvissir og stuttir fundir sem eru valdir og staðfestir fyrirfram

Hvaða aðilar munu taka þátt?
Viðburðurinn er ætlaður fyrirtækjum, klösum og hagsmunaaðilum í greininni, m.a. í tengslum við fiskveiðar, fiskeldi, vinnslu, markaðsmál og dreifingu og flutning á sjó.

Hvernig á að skrá sig?
Áhugasöm fyrirtæki og stofnanir eru hvött til að skrá sig sem fyrst:

Skráning

Árangursríkir fundir með mögulegum viðskiptaaðilum á WGC 2020 + 1

Enterprise Europe Network á Íslandi í samstarfi við WGC 2020 + 1 stendur fyrir fyrirtækjastefnumóti á World Geothermal Conference 2021 fyrir þátttakendur til að hittast á skilvirkan hátt. Viðburðurinn beinist að sýnendum og gestum ráðstefnunnar en önnur fyrirtæki og samtök eru einnig velkomin.

Fyrirtækjastefnumótið verður bæði haldið rafrænt og á staðnum.

Skráning og þátttaka er gjaldfrjáls.

Mótið verður haldið 25. október 2021. Hver fundur er einungis 20 mínútur svo fundirnir verði skilvirkir og árangursríkir. Skráning er auðveld og fundarsíðan er einföld í notkun.

Af hverju taka þátt?

•             Finna framtíðar samstarfsaðila fyrir vöru eða þjónustu

•             Eiga samtal við aðila til að þróa áfram verkefni

•             Ræða nýjar hugmyndir við framtíðar samstarfsaðila

•             Stofna til viðskiptasambanda til langframa

•             Styrkja netverkið

Við hvetjum alla þátttakendur á ráðstefnunni sem hafa áhuga á nýjum viðskiptatengslum eða vilja eiga óformlegt spjall við áhugaverð fyrirtæki að taka þátt í þessum viðburð.

Skráning fer fram hér

Enterprise Europe Network aðstoðar fyrirtæki að vaxa á alþjóðavettvangi með sérsniðinni þjónustu og stuðningi. Fyrirtækjastefnumót er hluti af því. Í samvinnu við samstarfsaðila í Enterprise Europe Network og ráðstefnuhaldara, skipuleggjum við fyrirtækjastefnumót á fjölbreyttum ráðstefnum bæði hér og erlendis. Við tryggjum að gagnkvæmur ávinningur og eftirfylgni sé í fyrirrúmi. Traust viðskiptatengsl eru lykillinn ásamt breiðu netverki.

GeoSilica

GeoSilica var stofanð árið 2012 af Fidu Abu Libdeh út frá lokaverkefninu hennar í orku- og umhverfistæknifræði. GeoSilica framleiðir náttúruleg fæðubótarefni í vökvaformi til daglegrar inntöku, sem hjálpa til við endurnýjun líkamans frá toppi til táar. Vörur þeirr eru unnar úr 100% náttúrulegt hágæða kísilsteinefni úr jarðhitavatni frá Hellisheiðarvirkjun.
Sem nýsköpunarfyrirtæki nýtir GeoSilica sér þjónustu Enterprise Europe Network. Í myndbandi hér að neðan er starfsemi Geosilica betur kynnt og hvernig fyrirtækið nýtti sér þjónustu Enterprise Europe Network.

Samstarfið Enterprise Europe Network við Geosilica
Enterprise europe network hitti Geosilica fyrst árið 2014 með ráðgjöf varðandi stöðu fyrirtækisins og frekari vaxtarmöguleika. Í framhaldi átti Geosilica fund með Enterprise Europe Network um evrópska styrkjamöguleika og samstarfsleitina. Eftir fundinn lagði Geosilica mat á möguleika þeirra innan fjármögnunarkerfisins og síðar sóttu þau um og hnepptu fasa I SME instrument styrkinn.
Árið 2019, fundaði Mjöll aftur með GeoSilica til að fara yfir frekari fjármögnunartækifæri sem væru í boði, eins og Eurostars. Fyrr á sama árinu aðstoðaði Mjöll þau við að mæta á B2Match ráðstefnu á Natural and Organic Show í London. Í Á fyrirtækjastefnumótinu átti Geosilica fund með dreifingaraðila og í dag eru þeir nú dreifingaraðili Geosilica í Finnlandi.
Snemma árs 2021 aðstoðaði netverkið Geosilica við að klára prófíl sem síðar var birtur í gagnagrunni netkerfisins. Sú vinna er enn í gangi í nánu samstarfi við Geosilica.

Fyrirtækið hefur haft margvísleg samskipti við Enterprise Europe Network í gegnum árum. Ennfremur hafa samskiptin verið í báðar áttir og það fyrirkomulag auðveldað báðum aðilum að koma auga á mögulegan stuðning.

Laki Power

Laki Power er nýsköpunarfyrirtæki sem var stofnað árið 2015 til að þróa upp­finn­ingu Óskars H. Val­týs­son­ar. Laki Power þróar og fram­leiðir eftirlitstæki til þess að fylgj­ast með ástandi há­spennu­lína. 
Sem nýsköpunarfyrirtæki nýtti Laki Power sér þjónustu sem Enterprise Europe Network veitir, en hér að neðan má sjá myndband sem var gert í samstarfi með Laki Power.

Samstarf Enterprise Europe Network við Laki Power
Enterprise Europe Network hitti fyrst Laki Power árið 2015 á viðburði haldinn var af Icelandic Startups hagsmunaaðila netverksins. þar ræddi fyrirtækið stöðu og vaxtarmöguleika og hvar netverkið gæti komið inn með aðstoð. Í framhaldi átti Enterprise Europe Network og Laki fund um alþjóðleg fjármögnunartækifæri og samstarfsleit.
Eftir fundinn fór Laki að leggja mat á valkosti í evrópska fjármögnunarkerfinu og sótti síðar um H2020. Í því ferli fékk Laki ítarlega ráðgjafarþjónustu varðandi almenna fjármögnun, aðgang að fjármagni, leiðsögn við umsóknina í SME instrument fasa II og síðar pitch þjálfun fyrir kynningu á umsókn sinni í Brussel.
Laki hefur nokkrum sinnum hlotið styrk frá tækniþróunarsjóði Rannís. Árið 2017 og 2020 var LakiPower eitt fárra verkefna sem hlaut hæsta styrkinn sem tækniþróunarsjóður veitti í sumarútkalli sínu. Mikil samkeppni ríkir um sjóðinn og er meðal árangur 8% af heildarfjölda umsókna fyrir alla styrkhluta og einungis 2,5% árangur fyrir hæsta styrk af heildarfjölda umsókna.
Í byrjun árs 2021 hlaut LakiPower 2,1 millj­óna evra H2020 SME Instrument fasa II styrk frá Evr­ópu­sam­band­inu til að þróa tækn­ina áfram og efla sölu- og markaðsstarf á er­lend­um mörkuðum. Eftir að Laki hlaut styrkinn aðstoðaði netverkið þá með góðum árangri að finna þjálfara fyrir fyrirtækið sitt.

Fyrirtækið hefur haft margvísleg samskipti við Enterprise Europe Network. Ennfremur hafa samskiptin verið í báðar áttir og það fyrirkomulag auðveldað bæði fyrirtæki og netverki að koma auga á mögulegan stuðning. Laki er gott dæmi um hvernig árangursríkur stuðningur Enterprise Europe Network virkar í raunveruleikanum.

Hefring Marine

Hefring er hugbúnaðarfyrirtæki sem stofnað var árið 2018 í Reykjavík. Hefring framleiðir snjallsiglingakerfi Hefring Marine en hlutverk hans er að verja báta og draga úr höggum og hættulegum hreyfingum sem verða til vegna samspils bátsins, sjólags, hraða og stefnu.
Sem nýsköpunarfyrirtæki, nýtti Hefring sér þjónustu Enterprise Europe Network. Hér að neðan má sjá myndband sem Enterprise Europe Network gerði í samstarfi við Hefring.

Samstarf Enterprise Europe Network við Hefring
Í byrjun árs 2019 hitti Mjöll, umsjónarmaður netverksins, Hefring á viðburði haldinn af hagsmunaraðilum netverksins. Þar var staða fyrirtækisins og vaxtarmöguleika rædd og ennfremur hvar Enterprise Europe Network gæti stutt við þá vegferð.
Í kjölfarið bókaði Hefring fund með netverkinu til að ræða evrópustyrkjamöguleika. Hefring teymið byrjaði að leggja mat á valkosti í evrópska fjármögnunarkerfinu og sótti síðar um SME instrument fasa II styrk H2020. Hlaut verkefnið Seal of Excellence.

Hefring teymið átti einnig fund með Enterprise Europe Network varðandi valferli inn í samkeppnishæfa þriggja mánaða sjóhraðaáætlunina PortXL í Rotterdam 2020. Hefring Marine var síðar valið úr 2400 umsækjendum til að taka þátt. Til að geta tekið þátt þurfti Hefring að útbúa þriggja mínútna pitch. Netverkið aðstoðaði Hefring með umrætt pitch, viðskiptamódelið, sölustaði og önnur mikilvæg atriði sem tengjast verkefninu þeirra Hefringsteymið leitaði eftir stuðningi varðandi vettvang þeirra, viðskiptahugmyndina, sölustaði og önnur mikilvæg atriði sem tengjast hugmynd þeirra og on-site selection coursell. Netverkið á Íslandi var í samstarfi við netverkið í Hollandi á meðan hraðlinum stóð.

Hefring marine hefur náð frábærum árangri með dyggri aðstoð Enterprise Europe Network. Með hjálp netverksins hefur teymið öðlast nýja samstarfsaðila, þekkingu og tæki til að þróa verkefni sitt áfram. Bæði með leit að samstarfi og tengingum í gegnum PortXL eiga þeir mikla möguleika á framtíðarsamstarfi.

Enterprise Europe Network á Íslandi flyst til Rannís

Frá og með 1. janúar 2021 flyst umsýsla með Enterprise Europe Network á Íslandi til Rannís frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ).

Tveir af þeim sérfræðingum sem hafa stýrt starfi Enterprise Europe Network hófu störf hjá Rannís þann 1. janúar sl., Katrín Jónsdóttir og Mjöll Waldorff. Þjónusta og sérþekking tengd Enterprise Europe Network fellur vel að þeim stuðningi við fyrirtæki og samstarfi háskóla og rannsóknastofnana sem þegar er til staðar hjá Rannís og mun flutningurinn efla og styrkja þjónustu og ráðgjöf Rannís til frumkvöðla og fyrirtækja.

Kara Connect – árangurssaga 2020

Kara Connect er fyrirtæki sem hefur brotið upp gamlar hefðir varðandi heilbrigðisþjónustu á líkama og sál. Þorbjörg stofnandi og hennar teymi hafa barist ötullega fyrir því að heilbrigðisþjónusta komist til allra þeirra sem geta ekki sótt hana vegna landfræðilegra hindrana eða annara.

Enterprise Europe Network á Íslandi fékk að stíga inn í þeirra vegferð til að tengja þau inn á sænska markaðinn í samstarfi við sænska netverkið Företagarna | Swedish Federation of Business Owners Enterprise Europe Network Stockholm. Í framhaldi opnuðu þau skrifstofu þar. Þarna sannaðist máttur alþjóðlegs tengslanets.

Myndbandið sýnir vel hversu hversu miklu þetta flotta teymi hefur áorkað.

Til hamingju Kara Connect.

 

Stefnir þú á bandaríkjamarkað?

ISAAC Boot Camp er eins dags vinnustofa ætluð fyrirtækjum og frumkvöðlum sem stefna á bandaríkjamarkað og snýr hún að því að veita frumkvöðlum og fyrirtækjum heildar yfirsýn yfir leiðir til að ná árangri á bandaríkjamarkaði.

 

Vinnustofan verður haldin 5.des nk. á Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Hvert er virðið?

Farið verður yfir mál sem brenna á fyrirtækjum sem stefna á bandaríkjamarkað eins og markaðinn í heild sinni, viðskipta – og markaðsþróun, fjármögnunarleiðir, lög og reglur og skattamál svo fátt eitt sé nefnt. Einnig verða sérfróðir aðilar á staðnum sem deila reynslu og þekkingu til að þátttakendur fái sem mest út úr vinnustofunni. Vinnustofan er ókeypis. Síðast en ekki síst, ISAAC er viðskiptahraðall sem hefur það aðal markmið að styðja við erlend fyrirtæki með mikla vaxtarmöguleika að komast inn á bandaríkjamarkað, því er tilvalið að nýta sér þennan dag og fá svör og leiðsögn frá sérfræðingum.

Samstarf þriggja aðila

ISAAC Atlanta skipuleggur og leiðir þessa vinnustofu í samstarfi við Enterprise Europe Network á Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Bandaríska sendiráðið.

Hægt er að skrá sig hér