Ráðgjöf

Gjaldfrjáls ráðgjöf

Hlutverk Enterprise Europe Network á Íslandi er að upplýsa, fræða og leiðbeina fyrirtækjum á Íslandi varðandi tækifæri á alþjóðamarkaði. Þjónustan er gjaldfrjáls.

Við hjá Enterprise Europe Network getum aðstoðað þig varðandi spurningar um fjármögnun gegnum styrki ESB, lög- og reglugerðir, CE-merkingar, tolla og virðisaukaskatt á innri markaðnum ásamt öðrum málefnum tengdum alþjóðavæðingu og evrópska markaðnum.

Enterprise Europe Network skipuleggur meðal annars fyrirtækjastefnumót og vinnustofur tengdar ákveðnum málefnum. Einnig bjóðum við litlum og meðalstórum fyrirtækjum upp á nýsköpunarþjónustu.

Nýsköpunarþjónusta Enterprise Europe Network er ókeypis fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki svo þau geti styrkt nýsköpunargetu sína. Nýsköpunarþjónustan hjálpar fyrirtækjum að greina núverandi ástand og finna út á hvaða sviðum fyrirtækið vill styrkja sig. Í boði eru þrjár mismunandi greiningar, með fókus á stjórnun nýsköpunar, stafræna nýsköpun og sjálfbærni.

Við greiningarnar nýtum við greiningartól IMP³ROVE.

Enterprise Europe Network

Enterprise Europe Network