Fjölmörg fyrirtæki hafa nýtt sér þjónustu Enterprise Europe Network á Íslandi með jákvæðum árangri. Við bjóðum upp á fjölbreytta þjónustu til fyrirtækja í nýsköpun og alþjóðlegum vexti.
Aðstoð við gerð árangurssögu er einn af þeim þáttum sem hjálpa fyrirtækjum að öðlast meiri dreifingu og sýnileika í gegnum miðlæga Enterprise Europe netverkið.
Árlega fer Enterprise Europe Network síðan af stað með herferðir utan um árangurssögur fyrirtækja sem hafa fengið stuðning frá Enterprise Europe Network í sínu heimalandi og/eða erlendis. Árangurssagan fær umfjöllun á heimasíðu þeirra, facebook aðgangi, Twitter aðgangi, viðburðum og eiga möguleika á að vinna verðlaun Enterprise Europe Network awards. Ekki allar árangurssögur eru valdar inn en til að geta tekið þátt er gott að vera komin með grunninn.
Það sem þarf að vera fyrir hendi er:
Verkefnið þarf að vera efnilegt og hafa getu til að vaxa erlendis
Fyrirtæki þurfa að hafa þegið stuðning frá Enterprise Europe Network
Rekstur þarf að vera hafinn og metnaður til staðar til að vaxa hraðar á alþjóðlegum mörkuðum
Fyrirtæki sem taka þátt eiga tækifæri á fullbúnu myndbandi sem fær umsvifamikla umfjöllun, nær áhorfi út um allan heim í gegnum netverkið og styrkir tengsla og samstarfsvettvang til muna. Eina slíka árangurssögu má sjá í þessu myndbandi um fyrirtækið Kara Connect sem sérhæfir sig í gerð vefhugbúnaðar hannaðan utan um samskipti sérfræðinga og skjólstæðinga.
Enterprise Europe Network býður upp á þjónustu við fyriræki þeim að kostnaðarlausu.
Laki Power er nýsköpunarfyrirtæki sem var stofnað árið 2015 til að þróa uppfinningu Óskars H. Valtýssonar. Laki Power þróar og […]
Hefring er hugbúnaðarfyrirtæki sem stofnað var árið 2018 í Reykjavík. Hefring framleiðir snjallsiglingakerfi Hefring Marine en hlutverk hans er að […]
Kara Connect is an Icelandic startup founded by Thorbjorg Helga Vigfusdottir and Hilmar Eidsson along with a great team of specialists […]
Í gegnum þjónustu Enterpries Europe á Íslandi tókst upplýsingatæknifyrirtækinu Videntifier að komast í samband við breska fyrirtækið Forensic Pathways Ltd. […]
Oft þarf að bregðast skjótt við spennandi samstarfsmöguleikum þar sem góðar hugmyndir kvikna, þá er sótt um Evrópustyrk í samstarfi […]
Fyrirtækið Gekon skipulagði stóra alþjóðlega jarðvarmaráðstefnu – Iceland Geothermal Conference 2016 – og fékk Enterprise Europe Network á Íslandi í […]
Nox Medical fékk 2 miljóna evra styrk frá Horizon 2020-áætlun Evrópusambandsins. Styrkurinn nýtist til að þróa næstu kynslóð svefnrannsókna á […]