Iceland

Laki Power

Laki power

Laki Power er nýsköpunarfyrirtæki sem var stofnað árið 2015 til að þróa upp­finn­ingu Óskars H. Val­týs­son­ar. Laki Power þróar og fram­leiðir eftirlitstæki til þess að fylgj­ast með ástandi há­spennu­lína. 
Sem nýsköpunarfyrirtæki nýtti Laki Power sér þjónustu sem Enterprise Europe Network veitir, en hér að neðan má sjá myndband sem var gert í samstarfi með Laki Power.

Samstarf Enterprise Europe Network við Laki Power
Enterprise Europe Network hitti fyrst Laki Power árið 2015 á viðburði haldinn var af Icelandic Startups hagsmunaaðila netverksins. þar ræddi fyrirtækið stöðu og vaxtarmöguleika og hvar netverkið gæti komið inn með aðstoð. Í framhaldi átti Enterprise Europe Network og Laki fund um alþjóðleg fjármögnunartækifæri og samstarfsleit.
Eftir fundinn fór Laki að leggja mat á valkosti í evrópska fjármögnunarkerfinu og sótti síðar um H2020. Í því ferli fékk Laki ítarlega ráðgjafarþjónustu varðandi almenna fjármögnun, aðgang að fjármagni, leiðsögn við umsóknina í SME instrument fasa II og síðar pitch þjálfun fyrir kynningu á umsókn sinni í Brussel.
Laki hefur nokkrum sinnum hlotið styrk frá tækniþróunarsjóði Rannís. Árið 2017 og 2020 var LakiPower eitt fárra verkefna sem hlaut hæsta styrkinn sem tækniþróunarsjóður veitti í sumarútkalli sínu. Mikil samkeppni ríkir um sjóðinn og er meðal árangur 8% af heildarfjölda umsókna fyrir alla styrkhluta og einungis 2,5% árangur fyrir hæsta styrk af heildarfjölda umsókna.
Í byrjun árs 2021 hlaut LakiPower 2,1 millj­óna evra H2020 SME Instrument fasa II styrk frá Evr­ópu­sam­band­inu til að þróa tækn­ina áfram og efla sölu- og markaðsstarf á er­lend­um mörkuðum. Eftir að Laki hlaut styrkinn aðstoðaði netverkið þá með góðum árangri að finna þjálfara fyrir fyrirtækið sitt.

Fyrirtækið hefur haft margvísleg samskipti við Enterprise Europe Network. Ennfremur hafa samskiptin verið í báðar áttir og það fyrirkomulag auðveldað bæði fyrirtæki og netverki að koma auga á mögulegan stuðning. Laki er gott dæmi um hvernig árangursríkur stuðningur Enterprise Europe Network virkar í raunveruleikanum.