GeoSilica var stofnað árið 2012 af Fidu Abu Libdeh út frá lokaverkefninu hennar í orku- og umhverfistæknifræði. GeoSilica framleiðir náttúruleg fæðubótarefni í vökvaformi til daglegrar inntöku, sem hjálpa til við endurnýjun líkamans frá toppi til táar. Vörur þeirr eru unnar úr 100% náttúrulegt hágæða kísilsteinefni úr jarðhitavatni frá Hellisheiðarvirkjun. Sem nýsköpunarfyrirtæki nýtir GeoSilica sér þjónustu Enterprise Europe Network. Í myndbandi hér að neðan er starfsemi Geosilica betur kynnt og hvernig fyrirtækið nýtti sér þjónustu Enterprise Europe Network.

Samstarfið Enterprise Europe Network við Geosilica
Enterprise europe network hitti Geosilica fyrst árið 2014 með ráðgjöf varðandi stöðu fyrirtækisins og frekari vaxtarmöguleika. Í framhaldi átti Geosilica fund með Enterprise Europe Network um evrópska styrkjamöguleika og samstarfsleitina. Eftir fundinn lagði Geosilica mat á möguleika þeirra innan fjármögnunarkerfisins og síðar sóttu þau um og hnepptu fasa I SME instrument styrkinn.
Árið 2019, fundaði Mjöll aftur með GeoSilica til að fara yfir frekari fjármögnunartækifæri sem væru í boði, eins og Eurostars. Fyrr á sama árinu aðstoðaði Mjöll þau við að mæta á B2Match ráðstefnu á Natural and Organic Show í London. Í Á fyrirtækjastefnumótinu átti Geosilica fund með dreifingaraðila og í dag eru þeir nú dreifingaraðili Geosilica í Finnlandi.
Snemma árs 2021 aðstoðaði netverkið Geosilica við að klára prófíl sem síðar var birtur í gagnagrunni netkerfisins. Sú vinna er enn í gangi í nánu samstarfi við Geosilica.

Fyrirtækið hefur haft margvísleg samskipti við Enterprise Europe Network í gegnum árum. Ennfremur hafa samskiptin verið í báðar áttir og það fyrirkomulag auðveldað báðum aðilum að koma auga á mögulegan stuðning.

Enterprise Europe Network

Enterprise Europe Network