Rannsóknartækni fyrir löggæslu

Í gegnum þjónustu Enterpries Europe á Íslandi tókst upplýsingatæknifyrirtækinu Videntifier að komast í samband við breska fyrirtækið Forensic Pathways Ltd. sem sérhæfir sig í rannsóknartækni fyrir löggæslu. Í kjölfarið tók breska lögreglan upp tækni Videntifier fyrst allra fyrir utan Ísland. Í dag er Videntifier fremsta fyrirtækið á sínu sviði í Evrópu og hefur Interpol m.a. tekið upp þeirra tæki við sína vinnu.

Um Videntifier Technologies

Árið 2007 stofnuðu þrír nemendur við Háskólann í Reykjavík fyrirtækið Videntifier Technologies ehf, ásamt IRISA-CNRS í Frakklandi. Innan fyrirtækisins hefur verið þróuð lausn sem heitir VidentifierTM Forensic og byggir á hátæknigagnagrunnsvinnslu og sjónrænum aðferðum til að þekkja efni í videoskrám og kyrrmyndum. VidentifierTM Forensic er þjónusta sem auðveldar rannsóknarlögreglu að finna sönnunargögn í vídeoskrám á tölvum sem lagt hefur verið hald á þegar grunur er um ólöglegt efni þar, til dæmis kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, höfundarréttarbrot, eða efni tengt hryðjuverkum.

Nánari upplýsingar um Videntifier, www.videntifier.com

Enterprise Europe Network

Enterprise Europe Network