Sjálfbærni til vaxtar

Sjálfbær þróun er mikilvægt málefni samfélagsins alls. Þetta málefni snertir heimsþjóðina og aðkallandi að allar þjóðir vinni saman að sjálfbærni á öllum sviðum. Mikilvægt er að ná skjótum árangri til að sporna við hlýnun jarðar og vernda vistkerfið. Það er alþjóðlegt viðfangsefni og mikið í húfi að þjóðir heims taki höndum saman og vinni að sjálfbærni á öllum vígstöðvum. Umhverfis- og loftslagsmálin eru þar efst á blaði og gríðarlega mikilvægt fyrir mannkyn allt að skjótum árangri verði náð til að stöðva hlýnun jarðar og varðveislu mikilvægra vistkerfa. En sjálfbærni þarf einnig að snerna efnhags-, félags-, og samfélagslega.
Enterprise Europe Network býður litlum og meðalstórum fyrirtækjum að meta sjálfbærni stöðu sína og miða hana við önnur fyrirtæki í sama geira í Evrópu. Teymið notar greiningartól IMP3rove og nefnist það Corporate Sustainability Navigator. Niðurstöður tólsins eru síðan ræddar við viðkomandi fyrirtæki með það að markmiði að styrkja samkeppnishæfni fyrirtækisins á alþjóðlegum markaði. Hvert fyrirtæki fær sérsniðna skýrslu byggða á niðurstöðum greiningartólsins og umræðum sem þar kviknuðu. Mikilvægt er að teymið sem kemur í matið sé fjölbreytt til að fá áreiðanlegar niðurstöður. Sem dæmi má nefna hugbúnaðarfyrirtæki sem hefur að geyma stofnanda, forritara og rekstraraðila. Best væri að fá alla þessa aðila til að svara spurningalista greiningartólsins.

Hafðu samband við Enterprise Europe Network og bókaðu fund.