Fyrirtækjastefnumót á Íslensku sjávarútvegssýningunni

Styrkið tengslanet ykkar í sjávarútveginum með því að taka þátt í fyrirtækjastefnumóti á vegum Enterprise Europe Network á Íslandi sem haldið verður þann 8. og 9. júní nk. á Íslensku sjávarútvegssýningunni.  

Skráning

Á síðustu sýningu árið 2017 var þátttaka og árangur af fyrirtækjastefnumótinu afar góð, en yfir 90 þátttakendur frá 24 löndum áttu yfir 100 viðskiptafundi.

Skráning og þátttaka er að kostnaðarlausu.

Hvers vegna að taka þátt?
Fyrirtækjastefnumótið er góð leið til að stækka tengslanetið og hitta nýja viðskiptavini. Í þátttöku felst:

  • Aukinn sýnileiki þíns fyrirtækis
  • Aukið aðgengi að fjölda fyrirtækja og hagsmunaðilum
  • Markvissir og stuttir fundir sem eru valdir og staðfestir fyrirfram

Hvaða aðilar munu taka þátt?
Viðburðurinn er ætlaður fyrirtækjum, klösum og hagsmunaaðilum í greininni, m.a. í tengslum við fiskveiðar, fiskeldi, vinnslu, markaðsmál og dreifingu og flutning á sjó.

Hvernig á að skrá sig?
Áhugasöm fyrirtæki og stofnanir eru hvött til að skrá sig sem fyrst:

Skráning