Fyrirtækjastefnumót á jarðvarmaráðstefnu, IGC 2024

Enterprise Europe Network heldur fyrirtækjastefnumót í tengslum við jarðvarmaráðstefnuna, Iceland Geothermal Conference 2024, IGC, í Hörpu 30. maí 2024. Orkuklasinn hefur veg og vanda af ráðstefnuhaldinu, en hún er að jafnaði haldin á 2-3 ára fresti. Þetta er í fimmta sinn sem hún er haldin hér á landi og er ráðstefnan þegar orðin einn helsti umræðuvettvangur jarðvarma og endurnýjanlegrar orku í heiminum í dag. Dagskrána má nálgast hér.

Enterprise Europe Network aðstoðar fyrirtæki að vaxa á alþjóðavettvangi með sérsniðinni þjónustu og stuðningi. Fyrirtækjastefnumót er hluti af því.

Fyrirtækjastefnumót er kjörinn vettvangur til að:

 • eiga árangursríka fundi með mögulegum viðskiptaaðilum
 • koma þekkingu, vörum og þjónustu á framfæri
 • eiga samtal við aðila til að þróa áfram verkefni
 • stofna til viðskiptasambanda til langframa
 • styrkja tengslanetið

Hver fundur er einungis 20 mínútur svo fundirnir verði skilvirkir og árangursríkir.

Viðburðurinn er ætlaður þátttakendum og sýnendum IGC 2024 jarðvarmaráðstefnunnar.

Fyrirtækjastefnumótið er gjaldfrjálst og er sérstök skráning á viðburðinn í gegnum vefsíðu IGC ráðstefnunnar. SKRÁNING

Skráning á viðburðinn er auðveld og fundarsíðan er einföld í notkun. Einnig er hægt að nálgast app (b2match) sem heldur utan um viðskiptasamböndin og fundarbókanir. Hægt er að horfa á myndband um fyrirtækjastefnumót hér á vefsíðu EEN.

Viðburðinn er haldinn í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu, fimmtudaginn 30. maí 2024

Við hvetjum alla þátttakendur á ráðstefnunni sem hafa áhuga á nýjum viðskiptatengslum eða vilja eiga óformlegt spjall við áhugaverð fyrirtæki að skrá sig á fyrirtækjastefnumótið og taka þátt í þessum viðburði.


Í samvinnu við samstarfsaðila í Enterprise Europe Network og ráðstefnuhaldara, skipuleggjum við fyrirtækjastefnumót á fjölbreyttum ráðstefnum bæði hér og erlendis. Við tryggjum að gagnkvæmur ávinningur og eftirfylgni sé í fyrirrúmi. Traust viðskiptatengsl eru lykillinn ásamt breiðu netverki.

Opið fyrir umsóknir á styrkjum til orkunýtingar að upphæð 10.000 Evrur

EENergy er verkefni styrkt af Evrópusambandinu sem veitir 900 x 10.000 Evru styrk til fyrirtækja um alla Evrópu til að innleiða ráðstafanir til að draga úr orkunotkun og þar með kolefnisfótspori sínu.

Styrkurinn er ætlaður litlum og meðalstórum fyrirtækjum og er eingöngu veittur til verkefna til að bæta orkunýtingu.

Styrkupphæð er að hámarki 10.000 Evrur. Alls eru 900 styrkir í boði yfir tveggja ára tímabil.

Sótt er um styrkinn á vefsíðu verkefnisins: www.eenergy-project.eu. Í umsókn þurfa að koma fram:

 • nákvæmar upplýsingar um fyrirtækið þitt
 • hvaða orkunýtingarumbætur skal gera
 • umfang mögulegra umbóta (kostnaðaráætlun)

Allir umsækjendur sem uppfylla grunnskilyrði verkefnisins eiga jafna möguleika og er valið af handahófi úr öllum umsóknum.

Umsóknarfrestur

Fyrir nánari upplýsingar vinsamlegast hafðu samband við sjálfbærniráðgjafa hjá Enterprise Europe Network á Íslandi á netfanginu sigthrudur.gudnadottir@rannis.is. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar og sækja um til 15. apríl 2024 í gegnum vefsíðu verkefnisins https://eenergy-project.eu/.

Er stafræn nýsköpun hluti af markmiða setningu þíns fyrirtækis?

Er stafræn nýsköpun hluti af markmiða setningu þíns fyrirtækis, er hún hluti af grunn viðskiptamódeli og er verið að skoða stafræna nýsköpunarferla?  

Tækniframfarir kalla á stafræna umbreytingu. Fyrirtæki vilja sjá hagnað, traust viðskiptavina, starfsánægju, þau vilja taka betri ákvarðanir, besta ferla og auka skilvirkni. Öll þessi atriði bæta samkeppnisstöðu þeirra. Kröfur til fyrirtækja aukast. Viðskiptavinir vilja að á þá sé hlustað og að kröfum þeirra sé mætt. Samkeppnin verður sífellt harðari, starfsmenn kalla eftir nýstárlegri stjórnun og gerð er krafa á aukinna gagnanýtingu og sýnileika.

Allt eru þetta hvatar til stafrænnar þróunar.  

Hvað er stafvæðing?

Stafvæðing er notkun stafrænnar tækni til að breyta grunn viðskiptamódeli til að opna á nýjar tekjulindir og verðmætaskapandi tækifæri. Markmiðið er að skapa ný verðmæti, með því að nota stafræna tækni! Viðskiptamódel fyrirtækja er að breytast í takt við tímann.

Hvað geta lítil og meðalstór fyrirtæki gert?

Lítil og meðalstór fyrirtæki hafa kannski ekki auðlyndir til að fara í stafræna umbreytingu en grunn stafvæðing ætti að geta verið hluti af viðskiptamódeli:

• Samfélagsmiðlar

• Farsímatækni

• Skýjalausnir

• Gagnagreiningar og gagnanýting

• Internet hlutanna (gervigreind, róbótartækni, sjálfvirknivæðingu ofl.)

• Þrvíddarprentun (ódýrar prótótýpur)

• Gervigreind (spjall vélmenni)

• Netöryggi (öryggispróf)

• og önnur stafræn tól sem hjálpa við stafvæðingu fyrirtækja

Dæmi um stafvæðingu fyrirtækis:

Fyrirtæki getur hafið stafræna gagnasöfnun um viðskiptavini (CRM kerfi), endurgjöf þeirra, viðbrögð og þarfir með því að nota samfélagsmiðla og gagnagreiningu. Verðmæti sem skapast eru t.d. nýjar vörur sem tók skemri tíma að hanna þar sem viðskiptavinir eru með í ráðum, til verður betri þjónusta við viðskiptavini sem síðan skapar auknar tekjur, ánægju, skilning á þörfum viðskipavinarins og betri samskipti.

Enterprise Europe Network býður litlum og meðalstórum fyrirtækjum að fara í gegnum greiningu á stöðu þeirra í stafrænni nýsköpun og þróun og fá umræður í gang um ofangreindar spurningar.

Hafðu samband og við tökum fund.

Sjálfbærni til vaxtar

Sjálfbær þróun er mikilvægt málefni samfélagsins alls. Þetta málefni snertir heimsþjóðina og aðkallandi að allar þjóðir vinni saman að sjálfbærni á öllum sviðum. Mikilvægt er að ná skjótum árangri til að sporna við hlýnun jarðar og vernda vistkerfið. Það er alþjóðlegt viðfangsefni og mikið í húfi að þjóðir heims taki höndum saman og vinni að sjálfbærni á öllum vígstöðvum. Umhverfis- og loftslagsmálin eru þar efst á blaði og gríðarlega mikilvægt fyrir mannkyn allt að skjótum árangri verði náð til að stöðva hlýnun jarðar og varðveislu mikilvægra vistkerfa. En sjálfbærni þarf einnig að snerna efnhags-, félags-, og samfélagslega.
Enterprise Europe Network býður litlum og meðalstórum fyrirtækjum að meta sjálfbærni stöðu sína og miða hana við önnur fyrirtæki í sama geira í Evrópu. Teymið notar greiningartól IMP3rove og nefnist það Corporate Sustainability Navigator. Niðurstöður tólsins eru síðan ræddar við viðkomandi fyrirtæki með það að markmiði að styrkja samkeppnishæfni fyrirtækisins á alþjóðlegum markaði. Hvert fyrirtæki fær sérsniðna skýrslu byggða á niðurstöðum greiningartólsins og umræðum sem þar kviknuðu. Mikilvægt er að teymið sem kemur í matið sé fjölbreytt til að fá áreiðanlegar niðurstöður. Sem dæmi má nefna hugbúnaðarfyrirtæki sem hefur að geyma stofnanda, forritara og rekstraraðila. Best væri að fá alla þessa aðila til að svara spurningalista greiningartólsins.

Hafðu samband við Enterprise Europe Network og bókaðu fund.

Driftline fær Eurostars styrk

Driftline hitti Enterprise Europe Network (EEN) fyrst árið 2021 til að ræða um næstu skref fyrir fyrirtækið. Fyrirtækið hafði um nokkra hríð stundað rannsóknir á verkefni sínu í samstarfi við íslenskan háskóla en þurfti núna að skala þær upp. Þeir höfðu mikinn áhuga á samstarfi við erlendar rannsóknarstofnanir eða háskóla. Netverkið gerði með þeim prófíl og honum hlaðið inn í gagnagrunn netverksins. Prófíllinn þeirra fékk gríðarlegan áhuga alls staðar að úr heiminum. Úr varð síðan samstarf á milli Driftline og svissneskts rannsóknafyrirtækis sem sérhæfir sig í örtækni og stafrænni heilsutækniþróun. Þessi tvö fyrirtæki sóttu saman um Eurostars styrkinn.

Driftline er gott dæmi um fyrirtæki sem hefur nýtt sér nýsköpunarumhverfið hér á Íslandi vel og afrakstur þess sýnilegur.

Enterprise Europe Network kappkostar við að aðstoða fyrirtæki þar sem þau eru stödd í sinni nýsköpun og tekur með þeim næsta skref.

Í tilfelli Driftline hefur það fyrirtæki verið í samskiptum við netverkið með hin ýmsu mál hvort sem í gegnum fundi eða símtal. Það er þannig sem netverkið kýs að vinna. (client – centric approach)

Nú síðast kom netverkið þeim inn í samstarf undir Erasmus + og er sú vinna enn í gangi.

Enterprise Europe Network (EEN) fagnar 15 árum af gjaldfrjálsri þjónustu við lítil og meðalstór fyrirtæki

Hefur þú verið lengi í nýsköpun og rekstri en aldrei heyrt af Enterprise Europe Network?
Vissir þú að EEN er stærsta viðskipta- og tækniyfirfærslunet í heimi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Viltu ná á erlenda markaði? Þarftu ráðgjöf um lög, reglur og skattamál? Ertu í leit að fjármagni? Þá erum við til staðar fyrir þig og hér er allt sem þú þarft að vita um þjónustu EEN sem býr að 15 ára reynslu.

15 ár til staðar fyrir þitt fyrirtæki

Hlutverk Enterprise Europe Network á Íslandi er að upplýsa, fræða og leiðbeina fyrirtækjum á Íslandi um tækifæri á alþjóðamarkaði. Með því að vera hluti af þessu alþjóða netverki sem styrkt er af Evrópusambandinu, getum við boðið upp á gjaldfrjálsa þjónustu.  

Enterprise Europe Network aðstoðar þig við að finna samstarfsaðila bæði í viðskiptum og í rannsóknarverkefnum.

Enterprise Europe Network getur aðstoðað þig varðandi spurningar um fjármögnun gegnum styrki ESB, lög- og reglugerðir, CE-merkingar, tolla og virðisaukaskatt á innri markaðnum ásamt öðrum málefnum tengdum alþjóða og evrópska markaðnum.

Enterprise Europe Network skipuleggur meðal annars fyrirtækjastefnumót og vinnustofur tengdar ákveðnum málefnum. Einnig bjóðum við litlum og meðalstórum fyrirtækjum upp á nýsköpunarþjónustu.

Nýsköpunarþjónusta Enterprise Europe Network er ókeypis fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki svo þau geti styrkt nýsköpunargetu sína. Nýsköpunarþjónustan hjálpar fyrirtækjum að greina núverandi ástand og finna út á hvaða sviðum fyrirtækið vill styrkja sig. Í boði eru þrjár mismunandi greiningar, með áherslu á stjórnun nýsköpunar, stafræna nýsköpun og sjálfbærni.

Við greiningarnar nýtum við greiningartól IMP³ROVE oger megináherslan á sjálfbærni, stafvæðingu og svo almenna nýsköpunargreiningu. Þessi tól nýtast því mjög vel til að taka stöðuna á fyrirtækinu, setja niður markmið og vinna úr hlutum sem þarf að bæta eða breyta. Niðurstöðurnar úr greiningartólinu eru settar inn í alþjóðlegan samanburðargagnabanka svo hægt sé að sjá hvernig önnur fyrirtæki í svipuðum geira eru að koma út.

Markhópur EEN eru sérstaklega lítil og meðalstór fyrirtæki en við þjónustum einnig stofnanir, rannsóknasetur og háskóla um alla Evrópu.

Í ár fagnar EEN 15 ára starfsafmæli. Til að fagna þessum tímamótum munum við gleðjast með öllum þeim fyrirtækjum sem netverkið hefur aðstoðað í gegnum árin. Árangurssögurnar fyrirtækja eru ótalmargar og aðeins brot af þeim má skoða á vef okkar.

Lesa árangurssögur

Myndin hér að neðan dregur svo saman þá þjónustu sem netverkið hefur veitt gjaldfrjálst í 15 ár og við erum rétt að byrja!

Hvernig getur netverkið hjálpað þér?

Netverkið EEN samanstendur af 3.000 sérfræðingum á 450 skrifstofum í yfir 40 löndum um allan heim. Í krafti útbreiðslunnar um allan heim, geta sérfræðingar EEN veitt sínum fyrirtækjum aðstoð við nýsköpun og alþjóðlegan vöxt.  

Netverkið vinnur eftir „customer centred” módeli og mætum við fyrirtækjum á þeim stað sem þau eru í sinni vegferð.

Þetta þýðir að þó svo að okkar teymi hér á Íslandi sé fáliðað, höfum við aðgang að þúsundum sérfræðinga í netverki EEN um allan heim. Við getum þar með aðstoðað fyrirtæki á Íslandi að ná fótfestu á erlendum mörkuðum í samstarfi við samstarfsaðila okkar í öðrum EEN netverkum.

Allar upplýsingar um ráðgjöf og teymið okkar má finna á heimasíðu okkar www.een.is

Árangurssaga: Empow­er fær 300 millj­ón­a krón­a fjár­mögn­un

Íslenska fyrirtækið Empower er viðskiptavinur Enterprise Europe Network. Fyrirtækið þáði þjónustu netverksins sem í þeirra tilfelli tengdist aðgangi að fjármögnun. Þjónustan fól í sér ráðgjöf og þjálfun fyrir VC fjármögnun.  Fyrirtækið tryggði VC fjármögnun upp á 2 milljónir evra.

EEN mun halda áfram að vinna með Empower til að tryggja innlenda styrki og skoða bæði alþjóðlega styrki og viðskiptatengsl í gegnum netið. Empower er nýtt fyrirtæki sem leggur áherslu á hið mikilvæga umræðuefni fjölbreytileika, jafnrétti og jafna þátttöku á vinnustöðum. Teymið er nú að þróa DEI SaaS lausn fyrir vinnustaði á heimsvísu, með sérstakri áherslu á vinnustaðamenningu.

Enterprise Europe Network sinnir fjölbreyttri þjónustu til íslenskra fyrirtækja sem hyggja á alþjóðlegan vöxt. Netverkið er staðsett í yfir 67 löndum og staðbundin þekking sérfræðinga netverksins hefur mikið að segja þegar fyrirtæki vilja sækja á nýja markaði.

Starfsmenn Enterprise Europe Network taka vel á móti þínu fyrirtæki.

Fyrirtækjastefnumót á Íslensku sjávarútvegssýningunni

Styrkið tengslanet ykkar í sjávarútveginum með því að taka þátt í fyrirtækjastefnumóti á vegum Enterprise Europe Network á Íslandi sem haldið verður þann 8. og 9. júní nk. á Íslensku sjávarútvegssýningunni.  

Skráning

Á síðustu sýningu árið 2017 var þátttaka og árangur af fyrirtækjastefnumótinu afar góð, en yfir 90 þátttakendur frá 24 löndum áttu yfir 100 viðskiptafundi.

Skráning og þátttaka er að kostnaðarlausu.

Hvers vegna að taka þátt?
Fyrirtækjastefnumótið er góð leið til að stækka tengslanetið og hitta nýja viðskiptavini. Í þátttöku felst:

 • Aukinn sýnileiki þíns fyrirtækis
 • Aukið aðgengi að fjölda fyrirtækja og hagsmunaðilum
 • Markvissir og stuttir fundir sem eru valdir og staðfestir fyrirfram

Hvaða aðilar munu taka þátt?
Viðburðurinn er ætlaður fyrirtækjum, klösum og hagsmunaaðilum í greininni, m.a. í tengslum við fiskveiðar, fiskeldi, vinnslu, markaðsmál og dreifingu og flutning á sjó.

Hvernig á að skrá sig?
Áhugasöm fyrirtæki og stofnanir eru hvött til að skrá sig sem fyrst:

Skráning