Enterprise Europe Network (EEN) fagnar 15 árum af gjaldfrjálsri þjónustu við lítil og meðalstór fyrirtæki

Hefur þú verið lengi í nýsköpun og rekstri en aldrei heyrt af Enterprise Europe Network?
Vissir þú að EEN er stærsta viðskipta- og tækniyfirfærslunet í heimi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Viltu ná á erlenda markaði? Þarftu ráðgjöf um lög, reglur og skattamál? Ertu í leit að fjármagni? Þá erum við til staðar fyrir þig og hér er allt sem þú þarft að vita um þjónustu EEN sem býr að 15 ára reynslu.

15 ár til staðar fyrir þitt fyrirtæki

Hlutverk Enterprise Europe Network á Íslandi er að upplýsa, fræða og leiðbeina fyrirtækjum á Íslandi um tækifæri á alþjóðamarkaði. Með því að vera hluti af þessu alþjóða netverki sem styrkt er af Evrópusambandinu, getum við boðið upp á gjaldfrjálsa þjónustu.  

Enterprise Europe Network aðstoðar þig við að finna samstarfsaðila bæði í viðskiptum og í rannsóknarverkefnum.

Enterprise Europe Network getur aðstoðað þig varðandi spurningar um fjármögnun gegnum styrki ESB, lög- og reglugerðir, CE-merkingar, tolla og virðisaukaskatt á innri markaðnum ásamt öðrum málefnum tengdum alþjóða og evrópska markaðnum.

Enterprise Europe Network skipuleggur meðal annars fyrirtækjastefnumót og vinnustofur tengdar ákveðnum málefnum. Einnig bjóðum við litlum og meðalstórum fyrirtækjum upp á nýsköpunarþjónustu.

Nýsköpunarþjónusta Enterprise Europe Network er ókeypis fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki svo þau geti styrkt nýsköpunargetu sína. Nýsköpunarþjónustan hjálpar fyrirtækjum að greina núverandi ástand og finna út á hvaða sviðum fyrirtækið vill styrkja sig. Í boði eru þrjár mismunandi greiningar, með áherslu á stjórnun nýsköpunar, stafræna nýsköpun og sjálfbærni.

Við greiningarnar nýtum við greiningartól IMP³ROVE oger megináherslan á sjálfbærni, stafvæðingu og svo almenna nýsköpunargreiningu. Þessi tól nýtast því mjög vel til að taka stöðuna á fyrirtækinu, setja niður markmið og vinna úr hlutum sem þarf að bæta eða breyta. Niðurstöðurnar úr greiningartólinu eru settar inn í alþjóðlegan samanburðargagnabanka svo hægt sé að sjá hvernig önnur fyrirtæki í svipuðum geira eru að koma út.

Markhópur EEN eru sérstaklega lítil og meðalstór fyrirtæki en við þjónustum einnig stofnanir, rannsóknasetur og háskóla um alla Evrópu.

Í ár fagnar EEN 15 ára starfsafmæli. Til að fagna þessum tímamótum munum við gleðjast með öllum þeim fyrirtækjum sem netverkið hefur aðstoðað í gegnum árin. Árangurssögurnar fyrirtækja eru ótalmargar og aðeins brot af þeim má skoða á vef okkar.

Lesa árangurssögur

Myndin hér að neðan dregur svo saman þá þjónustu sem netverkið hefur veitt gjaldfrjálst í 15 ár og við erum rétt að byrja!

Hvernig getur netverkið hjálpað þér?

Netverkið EEN samanstendur af 3.000 sérfræðingum á 450 skrifstofum í yfir 40 löndum um allan heim. Í krafti útbreiðslunnar um allan heim, geta sérfræðingar EEN veitt sínum fyrirtækjum aðstoð við nýsköpun og alþjóðlegan vöxt.  

Netverkið vinnur eftir „customer centred” módeli og mætum við fyrirtækjum á þeim stað sem þau eru í sinni vegferð.

Þetta þýðir að þó svo að okkar teymi hér á Íslandi sé fáliðað, höfum við aðgang að þúsundum sérfræðinga í netverki EEN um allan heim. Við getum þar með aðstoðað fyrirtæki á Íslandi að ná fótfestu á erlendum mörkuðum í samstarfi við samstarfsaðila okkar í öðrum EEN netverkum.

Allar upplýsingar um ráðgjöf og teymið okkar má finna á heimasíðu okkar www.een.is

Árangurssaga: Empow­er fær 300 millj­ón­a krón­a fjár­mögn­un

Íslenska fyrirtækið Empower er viðskiptavinur Enterprise Europe Network. Fyrirtækið þáði þjónustu netverksins sem í þeirra tilfelli tengdist aðgangi að fjármögnun. Þjónustan fól í sér ráðgjöf og þjálfun fyrir VC fjármögnun.  Fyrirtækið tryggði VC fjármögnun upp á 2 milljónir evra.

EEN mun halda áfram að vinna með Empower til að tryggja innlenda styrki og skoða bæði alþjóðlega styrki og viðskiptatengsl í gegnum netið. Empower er nýtt fyrirtæki sem leggur áherslu á hið mikilvæga umræðuefni fjölbreytileika, jafnrétti og jafna þátttöku á vinnustöðum. Teymið er nú að þróa DEI SaaS lausn fyrir vinnustaði á heimsvísu, með sérstakri áherslu á vinnustaðamenningu.

Enterprise Europe Network sinnir fjölbreyttri þjónustu til íslenskra fyrirtækja sem hyggja á alþjóðlegan vöxt. Netverkið er staðsett í yfir 67 löndum og staðbundin þekking sérfræðinga netverksins hefur mikið að segja þegar fyrirtæki vilja sækja á nýja markaði.

Starfsmenn Enterprise Europe Network taka vel á móti þínu fyrirtæki.

Fyrirtækjastefnumót á Íslensku sjávarútvegssýningunni

Styrkið tengslanet ykkar í sjávarútveginum með því að taka þátt í fyrirtækjastefnumóti á vegum Enterprise Europe Network á Íslandi sem haldið verður þann 8. og 9. júní nk. á Íslensku sjávarútvegssýningunni.  

Skráning

Á síðustu sýningu árið 2017 var þátttaka og árangur af fyrirtækjastefnumótinu afar góð, en yfir 90 þátttakendur frá 24 löndum áttu yfir 100 viðskiptafundi.

Skráning og þátttaka er að kostnaðarlausu.

Hvers vegna að taka þátt?
Fyrirtækjastefnumótið er góð leið til að stækka tengslanetið og hitta nýja viðskiptavini. Í þátttöku felst:

  • Aukinn sýnileiki þíns fyrirtækis
  • Aukið aðgengi að fjölda fyrirtækja og hagsmunaðilum
  • Markvissir og stuttir fundir sem eru valdir og staðfestir fyrirfram

Hvaða aðilar munu taka þátt?
Viðburðurinn er ætlaður fyrirtækjum, klösum og hagsmunaaðilum í greininni, m.a. í tengslum við fiskveiðar, fiskeldi, vinnslu, markaðsmál og dreifingu og flutning á sjó.

Hvernig á að skrá sig?
Áhugasöm fyrirtæki og stofnanir eru hvött til að skrá sig sem fyrst:

Skráning