Driftline fær Eurostars styrk

Driftline hitti Enterprise Europe Network (EEN) fyrst árið 2021 til að ræða um næstu skref fyrir fyrirtækið. Fyrirtækið hafði um nokkra hríð stundað rannsóknir á verkefni sínu í samstarfi við íslenskan háskóla en þurfti núna að skala þær upp. Þeir höfðu mikinn áhuga á samstarfi við erlendar rannsóknarstofnanir eða háskóla. Netverkið gerði með þeim prófíl og honum hlaðið inn í gagnagrunn netverksins. Prófíllinn þeirra fékk gríðarlegan áhuga alls staðar að úr heiminum. Úr varð síðan samstarf á milli Driftline og svissneskts rannsóknafyrirtækis sem sérhæfir sig í örtækni og stafrænni heilsutækniþróun. Þessi tvö fyrirtæki sóttu saman um Eurostars styrkinn.

Driftline er gott dæmi um fyrirtæki sem hefur nýtt sér nýsköpunarumhverfið hér á Íslandi vel og afrakstur þess sýnilegur.

Enterprise Europe Network kappkostar við að aðstoða fyrirtæki þar sem þau eru stödd í sinni nýsköpun og tekur með þeim næsta skref.

Í tilfelli Driftline hefur það fyrirtæki verið í samskiptum við netverkið með hin ýmsu mál hvort sem í gegnum fundi eða símtal. Það er þannig sem netverkið kýs að vinna. (client – centric approach)

Nú síðast kom netverkið þeim inn í samstarf undir Erasmus + og er sú vinna enn í gangi.