Árangursríkir fundir með mögulegum viðskiptaaðilum á WGC 2020 + 1

Enterprise Europe Network á Íslandi í samstarfi við WGC 2020 + 1 stendur fyrir fyrirtækjastefnumóti á World Geothermal Conference 2021 fyrir þátttakendur til að hittast á skilvirkan hátt. Viðburðurinn beinist að sýnendum og gestum ráðstefnunnar en önnur fyrirtæki og samtök eru einnig velkomin.

Fyrirtækjastefnumótið verður bæði haldið rafrænt og á staðnum.

Skráning og þátttaka er gjaldfrjáls.

Mótið verður haldið 25. október 2021. Hver fundur er einungis 20 mínútur svo fundirnir verði skilvirkir og árangursríkir. Skráning er auðveld og fundarsíðan er einföld í notkun.

Af hverju taka þátt?

•             Finna framtíðar samstarfsaðila fyrir vöru eða þjónustu

•             Eiga samtal við aðila til að þróa áfram verkefni

•             Ræða nýjar hugmyndir við framtíðar samstarfsaðila

•             Stofna til viðskiptasambanda til langframa

•             Styrkja netverkið

Við hvetjum alla þátttakendur á ráðstefnunni sem hafa áhuga á nýjum viðskiptatengslum eða vilja eiga óformlegt spjall við áhugaverð fyrirtæki að taka þátt í þessum viðburð.

Skráning fer fram hér

Enterprise Europe Network aðstoðar fyrirtæki að vaxa á alþjóðavettvangi með sérsniðinni þjónustu og stuðningi. Fyrirtækjastefnumót er hluti af því. Í samvinnu við samstarfsaðila í Enterprise Europe Network og ráðstefnuhaldara, skipuleggjum við fyrirtækjastefnumót á fjölbreyttum ráðstefnum bæði hér og erlendis. Við tryggjum að gagnkvæmur ávinningur og eftirfylgni sé í fyrirrúmi. Traust viðskiptatengsl eru lykillinn ásamt breiðu netverki.