Enterprise Europe Network á Íslandi flyst til Rannís

Frá og með 1. janúar 2021 flyst umsýsla með Enterprise Europe Network á Íslandi til Rannís frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ).

Tveir af þeim sérfræðingum sem hafa stýrt starfi Enterprise Europe Network hófu störf hjá Rannís þann 1. janúar sl., Katrín Jónsdóttir og Mjöll Waldorff. Þjónusta og sérþekking tengd Enterprise Europe Network fellur vel að þeim stuðningi við fyrirtæki og samstarfi háskóla og rannsóknastofnana sem þegar er til staðar hjá Rannís og mun flutningurinn efla og styrkja þjónustu og ráðgjöf Rannís til frumkvöðla og fyrirtækja.

Nýsköpunarkraftur íslenskra fyrirtækja er á heimsmælikvarða

Nú á dögum skipulagði íslenska skrifstofa Enterprise Europe Network með belgísku Enterprise Europe Network skrifstofunni fyrirtækjaheimsókn nokkurra belgískra fyrirtækja til Íslands. Megin markmið heimsóknar var að sækja innblástur til fyrirtækja á Íslandi sem hafa orð á sér að vera gædd miklum nýsköpunarkrafti. Sett var upp heimsókn til 11 fyrirtækja og hjá hverju og einu var tími gefinn fyrir kynningu, umræður og jafnvel fundi. Í heimsókn til Nýsköpunarmiðstöðvar, kom Helga Dögg frá Atmonia til að tala um þeirra verkefni, Selective Humans spjallaði við hópinn um hugmyndina sína sem snýr meðal annars að því að upplýsa neytendur nánar um innihald matvara í innkaupum. DTE rölti með þau í gegnum þeirra skrifstofur. Síðan tóku Solid Clouds  móti þeim á Seltjarnarnesið til að kynna þau fyrir verkefninu Starborne tölvuleiknum. Heimsóknirnar munu vonandi opna á frekari möguleika hjá báðum aðilum og fylgjumst við spennt með framhaldinu.  Enterprise Europe Network skipuleggur fyrirtækjaheimsóknir með sínum viðskiptavinum því þær bera árangur því við sjáum til þess að sameiginlegur ávinningur beggja aðila sé í fyrirrúmi. Traust viðskiptasambönd er aðalatriðið hér ásamt víðu tengslaneti.

 

 

Íslenska fyrirtækið Kara Connect eitt af 6 árangurssögum „Ready to Grow“

Árlega fer Enterprise Europe Network af stað með herferðir utan um árangurssögur fyrirtækja sem hafa fengið stuðning frá Enterprise Europe Network í sínu heimalandi og/eða erlendis. Kallast þær „Ready to Grow“

Íslenska fyrirtækið Kara Connect varð nýlega fyrir valinu sem „Ready to Grow“ árangurssaga og er núna hluti af kara connect þar sem sex evrópsk fyrirtæki fá umfjöllun á Twitter og á miðlægri heimasíðu þeirra. Hægt er að lesa um hennar árangurssögu á heimasíðu Enterprise Europe Network og á Twitter er myndskeið af sögu fyrirtækisins.

Vilt þú taka þátt í þessari vegferð með okkur?  Hafðu samband við okkur á Enterprise Europe Network á Íslandi

Enterprise Europe Network er alþjóðlegt netverk í yfir 60 löndum sem sérhæfir sig í að aðstoða fyrirtæki í nýsköpun og alþjóðlegum vexti. Netverkið hefur á síðastliðnum 10 árum byggt upp stórar miðlægar netrásir til að dreifa fréttum, myndböndum og viðtölum við fyrirtæki sem eru staðsett um allan heim. Eitt af lykilatriðum markaðsfræðinnar er að dreifa upplýsingum um fyrirtæki og vöru á sem flesta viðeigandi staði til að ná athygli. Þó svo að t.d. Twitter netverkið skáki ekki Katie Perry í sínu aðgengi að fjöldanum, þá eru þessir miðlar að tala við sérsniðin markhóp sem skiptir einmitt máli fyrir fyrirtæki í vexti.

Því er tilvalið að nýta þetta tækifæri, þínu fyrirtæki algjörlega að kostnaðarlausu, og senda inn árangurssögu sem á möguleika að ná athygli ekki bara í Evrópu heldur um allan heim. Netverkið er með skrifstofu á Íslandi og hægt að heyra í okkur varðandi árangurssöguna og þá þjónustu sem við bjóðum upp á hér

 

Það sem þarf vera fyrir hendi er:

Verkefnið þarf að vera efnilegt og hafa getu til að vaxa erlendis.

Fyrirtæki þurfa að hafa þegið stuðning frá Enterprise Europe Network

Rekstur þarf vera hafinn með góðum árangri og metnaður þarf að vera til staðar um verulegan alþjóðlegan vöxt og fela í sér atvinnutækifæri.

 

Möguleiki á enn umsvifameiri umfjöllun

Fyrirtæki sem taka þátt í þessu verkefni eiga tækifæri á enn frekari og umsvifameiri umfjöllun sem endar með fullbúnu myndbandi eins og sjá má í myndbandi um fyrirtæki í Austurríki sem sérhæfir sig í gerð hugbúnaðar sem breytir texta í táknmál.

Ný heimasíða

Enterprise Europe Network á Íslandi hefur nú opnað nýja heimasíðu sem vonandi sýnir þjónustu okkar á aðgengilegan hátt og mun auðvelda fyrirtækjum að nýta þjónustu okkar. Ekki hika við að hafa samband, við erum til þjónustu reiðubúin.