Hefring Marine

Hefring

Hefring er hugbúnaðarfyrirtæki sem stofnað var árið 2018 í Reykjavík. Hefring framleiðir snjallsiglingakerfi Hefring Marine en hlutverk hans er að verja báta og draga úr höggum og hættulegum hreyfingum sem verða til vegna samspils bátsins, sjólags, hraða og stefnu.
Sem nýsköpunarfyrirtæki, nýtti Hefring sér þjónustu Enterprise Europe Network. Hér að neðan má sjá myndband sem Enterprise Europe Network gerði í samstarfi við Hefring.

Samstarf Enterprise Europe Network við Hefring
Í byrjun árs 2019 hitti Mjöll, umsjónarmaður netverksins, Hefring á viðburði haldinn af hagsmunaraðilum netverksins. Þar var staða fyrirtækisins og vaxtarmöguleika rædd og ennfremur hvar Enterprise Europe Network gæti stutt við þá vegferð.
Í kjölfarið bókaði Hefring fund með netverkinu til að ræða evrópustyrkjamöguleika. Hefring teymið byrjaði að leggja mat á valkosti í evrópska fjármögnunarkerfinu og sótti síðar um SME instrument fasa II styrk H2020. Hlaut verkefnið Seal of Excellence.

Hefring teymið átti einnig fund með Enterprise Europe Network varðandi valferli inn í samkeppnishæfa þriggja mánaða sjóhraðaáætlunina PortXL í Rotterdam 2020. Hefring Marine var síðar valið úr 2400 umsækjendum til að taka þátt. Til að geta tekið þátt þurfti Hefring að útbúa þriggja mínútna pitch. Netverkið aðstoðaði Hefring með umrætt pitch, viðskiptamódelið, sölustaði og önnur mikilvæg atriði sem tengjast verkefninu þeirra Hefringsteymið leitaði eftir stuðningi varðandi vettvang þeirra, viðskiptahugmyndina, sölustaði og önnur mikilvæg atriði sem tengjast hugmynd þeirra og on-site selection coursell. Netverkið á Íslandi var í samstarfi við netverkið í Hollandi á meðan hraðlinum stóð.

Hefring marine hefur náð frábærum árangri með dyggri aðstoð Enterprise Europe Network. Með hjálp netverksins hefur teymið öðlast nýja samstarfsaðila, þekkingu og tæki til að þróa verkefni sitt áfram. Bæði með leit að samstarfi og tengingum í gegnum PortXL eiga þeir mikla möguleika á framtíðarsamstarfi.