Nýsköpunarkraftur íslenskra fyrirtækja er á heimsmælikvarða

Nú á dögum skipulagði íslenska skrifstofa Enterprise Europe Network með belgísku Enterprise Europe Network skrifstofunni fyrirtækjaheimsókn nokkurra belgískra fyrirtækja til Íslands. Megin markmið heimsóknar var að sækja innblástur til fyrirtækja á Íslandi sem hafa orð á sér að vera gædd miklum nýsköpunarkrafti. Sett var upp heimsókn til 11 fyrirtækja og hjá hverju og einu var tími gefinn fyrir kynningu, umræður og jafnvel fundi. Í heimsókn til Nýsköpunarmiðstöðvar, kom Helga Dögg frá Atmonia til að tala um þeirra verkefni, Selective Humans spjallaði við hópinn um hugmyndina sína sem snýr meðal annars að því að upplýsa neytendur nánar um innihald matvara í innkaupum. DTE rölti með þau í gegnum þeirra skrifstofur. Síðan tóku Solid Clouds  móti þeim á Seltjarnarnesið til að kynna þau fyrir verkefninu Starborne tölvuleiknum. Heimsóknirnar munu vonandi opna á frekari möguleika hjá báðum aðilum og fylgjumst við spennt með framhaldinu.  Enterprise Europe Network skipuleggur fyrirtækjaheimsóknir með sínum viðskiptavinum því þær bera árangur því við sjáum til þess að sameiginlegur ávinningur beggja aðila sé í fyrirrúmi. Traust viðskiptasambönd er aðalatriðið hér ásamt víðu tengslaneti.