Enterprise Europe Network á Íslandi flyst til Rannís

Frá og með 1. janúar 2021 flyst umsýsla með Enterprise Europe Network á Íslandi til Rannís frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ).

Tveir af þeim sérfræðingum sem hafa stýrt starfi Enterprise Europe Network hófu störf hjá Rannís þann 1. janúar sl., Katrín Jónsdóttir og Mjöll Waldorff. Þjónusta og sérþekking tengd Enterprise Europe Network fellur vel að þeim stuðningi við fyrirtæki og samstarfi háskóla og rannsóknastofnana sem þegar er til staðar hjá Rannís og mun flutningurinn efla og styrkja þjónustu og ráðgjöf Rannís til frumkvöðla og fyrirtækja.