Um okkur

Enterprise Europe Network á Íslandi

Enterprise Europe Network á Íslandi from Nýsköpunarmiðstöð Íslands on Vimeo.

Enterprise Europe Network á Íslandi aðstoðar lítil og meðalstór fyrirtæki, auk háskóla og opinbera aðila, við að efla samkeppnishæfni sína á alþjóðamarkaði gegnum stærsta viðskiptatengslanet heims. Enterprise Europe Network á Íslandi er aðili að tengslaneti Enterprise Europe Network sem er stærsta tækniyfirfærslunet í heiminum og er styrkt af Evrópusambandinu.

Hjá Enterprise Europe Network starfa um 3000 sérfræðingar á yfir 600 stöðum í fleiri en 60 löndum og í öllum heimsálfum. Með sérþekkingu á alþjóðlegum mörkuðum og tengslanet í allri Evrópu og víðar, aðstoðum við fyrirtæki við að komast á nýja markaði.

  • Koma nýrri tækni, vöru eða þjónustu á framfæri erlendis.
  • Leita að framleiðsluaðila, dreifingaraðila eða birgja.
  • Leita að samstarfsaðilum í evrópsk rannsóknarverkefni.

Enterprise Europe Network á Íslandi er hluti af þeirri þjónustu sem Evrópumiðstöð Impru á Nýsköpunarmiðistöð Íslands veitir. Þjónustan er hluti af stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi og er gjaldfrjáls.

Þetta eru starfsmenn Evrópumiðstöðvar –endilega hafið samband við okkur

Gauti Marteinsson
Leiðandi verkefnastjóri (Coordinator) Evrópumiðstöð, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Kjartan Due Nielsen
Verkefnastjóri Evrópumiðstöð, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Mjöll Waldorff
Verkefnastjóri Evrópumiðstöð, Nýsköpunarmiðstöð Íslands