Viltu eiga fund með fyrirtækjum með framtíðar samstarf í huga? – Enterprise Europe Network aðstoðar þig

Enterprise Europe Network á Íslandi hjálpar fyrirtækjum að vaxa hraðar með sérsniðnum tólum. Fyrirtækjaheimsóknir (Company mission) er eitt þeirra. Í samvinnu við samstarfsaðila okkar í Enterprise Europe Network netverkinu komum við á fundum á milli viðeigandi fyrirtækja annaðhvort hér eða erlendis. Við sjáum til þess að sameiginlegur ávinningur beggja aðila sé í fyrirrúmi. Traust viðskiptasambönd er aðalatriðið hér ásamt víðu tengslaneti.

Enterprise Europe Network í Danmörku hélt í lok október fyrirtækjaheimsókn í samstarfi við EEN á Íslandi. Dönsk og grænlensk fyrirtæki í sjávarútvegi og sjóflutningum komu til Íslands og heimsóttu 11 hagsmunaaðila meðal annars Eimskip, Orbicon Arctic, íslenska sjávarklasann og Viðskiptaráð. Heimsóknin varð mjög árangursrík. Eftirfarandi umsögn Linn Indrestrand þróunarstjóri Port of Hirtshals er merki um það hversu mikilvægt er að tengja fyrirtæki og fólk til að framtíðarviðskiptasamband myndist „We had a great follow-up meeting and the trip in general was absolutely positive. Your service and the meeting you arranged were very well organized. We are planning another more dedicated trip to Iceland“ Við hvetjum fyrirtæki sem vilja komast í samband við fyrirtæki erlendis að hafa samband við okkur hér.