Enterprise Europe Network heldur fyrirtækjastefnumót í tengslum við jarðvarmaráðstefnuna, Iceland Geothermal Conference í Hörpu 30. maí 2024. Orkuklasinn hefur veg og vanda af ráðstefnuhaldinu, en hún er að jafnaði haldin á 2-3 ára fresti. Þetta er í fimmta sinn sem hún er haldin hér á landi og er ráðstefnan þegar orðin einn helsti umræðuvettvangur jarðvarma og endurnýjanlegrar orku í heiminum í dag.
Fyrirtækjastefnumótið er gjaldfrjálst og er sérstök skráning á viðburðinn í gegnum vefsíðu IGC ráðstefnunnar. Athylgi er vakin á því að greiða þarf ráðstefnugjald og skrá sig á sjálfa ráðstefnuna.