Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Viðskiptasamstarf og græni samningurinn í Evrópu

4 júní - 5 júní

Uppbyggingarsjóður EES stendur fyrir tveggja daga ráðstefnu og fyrirtækjastefnumóti í Sofiu, Búlgaríu 4.-5. júní um viðskiptatækifæri græna ESB samningsins (e. EU Green Deal)

Markmið ráðstefnunnar er að kanna og skapa ný, græn viðskiptatækifæri, sem stuðla að sjálfbærri og samkeppnishæfri Evrópu, í samræmi við græna samninginn í Evrópu.

Áhersluþættir:

  • Hlutverk kolefnisföngunar og bindingar (e. The Role of Carbon Capture and Storage)
  • Stafræn umbreyting sjálfbæra bláa hagkerfisins (e. Digitalisation of the Sustainable Blue Economy)
  • Hráefni (e. Raw Materials)
  • Vetni fyrir grænar samgöngur (e. Hydrogen for Greening Transportation)

Fyrir hverja: Ráðstefnan og fyrirtækjastefnumótið er skipulagt fyrir 12 Evrópulönd, það er Búlgaría, Króatía, Eistland, Grikkland, Ísland, Lettland, Litháen, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía og Slóvakía.

Veittir verða allt að tíu ferðastyrkir fyrir aðila frá Íslandi til þátttöku á staðnum, hver ferðastyrkur nemur að hámarki 1.800 € (lump sum).

Nánari upplýsingar og skráning: Home | EEA and Norway Grants: Business Cooperation and the European Green Deal (b2match.com)

Strykir EEA og Norway Grant miða að því að draga úr efnahagslegu og félagslegu misræmi í Evrópu og efla tvíhliða samskipti Noregs, Íslands og Liechtenstein og styrkþegalöndin.

Organizer

Uppbyggingasjóður EES

Venue

Grand Hotel Millennium Sofia
89B, Vitosha Blvd.
Sofia, 1463 Bulgaria
+ Google Map