Þetta byrjar allt á góðri hugmynd. Nokkur góð ráð.

Málþing um ávinning íslenskra þátttakenda í evrópskum rannsókna- og nýsköpunaráætlunum var haldið í september 2024.

Alþjóðasvið Rannís stóð að málþinginu og var áherslan á þær evrópsku rammaáætlanir sem hýstar eru hjá Rannís (Horizon Europe, Life og Digital Europe, auk þjónustu EEN).

Málþingið var hugsað sem stöðutaka á árangri Íslands fyrstu þrjú ár rammaáætlunarinnar og sem vettvangur fyrir þátttakendur og mögulega umsækjendur í rammaáætlanirnar að bera saman bækur og kynnast.

Sýnd voru myndbönd með viðtölum við nokkra þátttakendur úr samstarfsverkefnum ESB áætlana. Hægt er að skoða þau á YouTube rás Rannís. Hér að neðan er örmyndband með völdum ráðum frá eftirfarandi þátttakendum:

  1. Life áætlun – stuðningur við orkuskipti:  Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri Eims. Verkefnið: RECEO
  2. Digital Europe: Ingvar Kristinsson, framkvæmdastjóri Athugana- og upplýsingatæknisviðs Veðurstofu Íslands. Verkefnið: RODEO
  3. Horizon Europe – Loftslagsmál, orka og samgöngur: Egill Skúlason, prófessor í efnaverkfræði við Háskóla Íslands og verkefnastjóri VERGE.
    Helga Dögg Flosadóttir, framkvæmdastjóri Atmonia.
  4. Horizon Europe – Félags- og hugvísindi: Maximilian Conrad, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og verkefnastjóri RECLAIM.
  5. Horizon Europe – Heilbrigðisvísindi: Paolo Gargiulo, prófessor við Verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Verkefnið: SINPAIN.
  6. Horizon Europe – Félags- og hugvísindi: Erna Guðrún Kaaber, sérfræðingur hjá Háskólanum á Bifröst. Verkefnið: INSITU