Iceland

Næsta kynslóð svefnrannsókna

Nox Medical fékk 2 miljóna evra styrk frá Horizon 2020-áætlun Evrópusambandsins. Styrkurinn nýtist til að þróa næstu kynslóð svefnrannsókna á hjá fyrirtækinu. Sem hluti af styrknum greinir starfsmaður Enterprise Europe Network á Íslandi nýsköpunarferla hjá Nox, þeim að kostnaðarlausu og valdi með stjórn fyrirtækisins markþjálfa sem borgaður er af Evrópusambandinu til að styrkja þá ferla sem helst þyrfti að bæta samkvæmt greiningunni.

Um Nox medical

Nox medical var stofnað árið 2006 af hópi verkfræðinga, fjárfesta og sérfræðinga í svefnrannsóknum og greiningu. Fyrsta vara fyrirtækisins sem ber nafnið Nox T3 kom á markað árið 2009 og fékk strax frábærar viðtökur. Varan var byggð á nýjustu tæki í þráðlausum samskiptum, minni, nemum og rafeindartækni. Síðan þá hefur fyrirtækið verið í stöðugri vöruþróun til að viðhalda forskoti á samkeppnisaðila í greininni. Í byrjun var starfsemin til húsa á frumkvöðlasetrum Nýsköpunarmisíðvar Íslands en ört vaxandi félagið er nú flutt í glæsilegt húsnæði í Borgartúni með um 50 starfsmenn. Vörur fyrirtækisins eru seldar víða um heim, m.a. í Bandaríkjunum, Afríku, Asíu og í Evrópu.

Nánari upplýsingar um Nox medical, www.noxmedical.com