Fyrirtækjastefnumót á Match XR2025

Match XR er stærsti XR- og nýsköpunarviðburður Norðurlandanna og fer fram í Helsinki þann 18. nóvember 2025 kl. 13–18. EEN heldur fyrirtækjastefnumót á viðburðinum.

Match XR er stærsti XR- og nýsköpunarviðburður Norðurlanda, haldinn í Helsinki þann 18. nóvember 2025.

Match XR er árlegur viðburður sem einblínir á „XR“ (e. extended reality) sem er blanda af raunveruleika og sýndarveruleika, ásamt tengdri tæknisviðum, eins og Web3, gervigreind (AI), metaverse og tölvuleikja- og sköpunartækni.

Á Match XR stendur Enterprise Europe Network fyrir sérstöku fyrirtækjastefnumóti (e. Matchmaking) þar gefst einstakt tækifæri til að:

  • hitta frumkvöðla, fjárfesta og tæknisérfræðinga,

  • kynna eigin lausnir eða verkefni,

  • finna samstarf innan sviða eins og XR, metaverse, AI, Web3 og skapandi tækni.

Fyrirtækjastefnumót er 20 mín örfundir, fyrirfram skipulagðir fundir. 

Fyrirtækjastefnumót er kjörinn vettvangur fyrir alla sem vilja efla tengslanetið og finna nýja samstarfsaðila og fyrir öll sem vilja vera hluti af framtíð stafrænnar upplifunar.

Staðsetning: Metropolia Arabia Campus, Helsinki
Hvenær: 18. nóvember 2025, kl. 13–18


Match XR viðburðurinn og fyrirtækjastefnumótið er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig til að tryggja sér sæti https://www.b2match.com/e/matchxr2025matchmaking/components/56564/info

Viðburðurinn er hliðarviðburður Slush,  stærstu nýsköpunar- og tækniráðstefnu Evrópu sem fer fram 19.-20. nóvember í Helsinki.