Árið 2025

Markmið árið 2025

Í upphafi árs er gaman að setjast niður líta yfir farinn veg og horfa fram á við. Það getur jafnvel verið ágætt að byrja á að telja rauðu dagana á dagatalinu! Síðan má fikra sig áfram og athuga hvað okkur langar að gera á nýju ári. Það má athuga hvað heppnaðist vel eða hvað má gera betur o.s.frv. Ef hugurinn leitar út fyrir landssteinana þá hvetjum við þig til að missa ekki af tækifærunum sem bíða fyrirtækis þíns og fylgjast með á vefsíðum Rannís og Enterprise Europe Network.

Hvert sem leiðin liggur þá er oft nefnt að til að ná árangri sé gott að setja sér skýr og framkvæmanleg markmið. Markmiðin skulu miða að vexti í einhverri mynd og ná yfir tiltekið tímabil eða landfræðilegt svæði og fylgja eftir svokallaðri SMART aðferð. Það er að segja, markmiðin þurfa að vera skýr, mælanleg, aðgerðarmiðuð, raunhæf og tímasett.

Í upphafi er einnig gott að minna sig á að allir sérfræðingar voru einu sinni byrjendur og að árangurinn liggur í oft litlu venjunum. Það er jafnvel hægt að byrja að fylgjast með og leita sér ráðgjafar. Ef þú ætlar að gera betur í einhverjum að neðangreindu atriðunum, þá er velkomið að hafa samband:

  • auka viðskipti þín á erlendum markaði?
  • sækja um styrk í evrópskan- eða innlendum sjóði?
  • endurskoða viðskiptaáætlun?
  • bæta seiglu?
  • bæta stafræna ferla eða huga að sjálfbærari lausnum?

Enterprise Europe Network getur hjálpað þér að komast þangað! Við erum samstarfsnet sem nær til 3000 sérfræðinga í fleiri en 40 löndum í öllum heimsálfum og veitum gjaldfrjálsa þjónustu til lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem og háskóla og opinbera aðila sem eru í sókn á nýja markaði.