Tækifæri til samstarfs fyrir íslensk fyrirtæki
Þegar sumri tekur að halla og skólarnir eru byrjaðir er kannski vert að huga að haustinu. Skipuleggja þátttöku í alþjóðlegum viðburðum og auka þar með tækifærin til samstarfs eða vaxtar.
Hjá Enterprise Europe Network birtum við reglulega upplýsingar um ráðstefnur, námskeið og styrkjaköll til að aðstoða lítil og meðalstór fyrirtæki sem vilja vaxa á erlendum mörkuðum.
Enterprise Europe Network tilheyrir einu stærsta viðskiptatengslaneti Evrópu, með um 3000 sérfræðinga sem staðsettir eru víðsvegar um Evrópu. Einnig er Enterprise Europe Network á Íslandi undir hatti Rannís og því með beinan aðgang að allri sérþekkingunni þar um innlendar og Evrópskar styrktaráætlanir.
Frá september til desember 2025 eru fjölmargar ráðstefnur á vegum samstarfsaðila Enterprise Europe Network (EEN) sem bjóða upp á sérstaka viðskiptamiðaða fundi (matchmaking / tengslaráðstefnur). Þær eru ýmist haldnir á staðnum eða á netinu.
Tengslaráðstefnur ætlaðir fyrirtækjum sem vilja:
- Finna nýja samstarfsaðila í Evrópu
- Taka þátt í þróunar- eða nýsköpunarverkefnum
- Kanna útflutnings- og nýsköpunartækifæri
Dæmi um viðburði:
- Nordic Innovation Flair – Kaupmannahöfn (22.-23. september)
- EGC2025 Matchmaking – Zürich, Sviss (7.–8. október)
- Green Days @ Pollutec – Lyon, Frakkland (7.–10. október)
- Meet the Buyer (13.-17. október) – rafrænn tengslaviðburður
- Match XR 2025 – Matchmaking, Helsinki (18. nóv.)
- SustainableSolutionsMatch – Netviðburður (2026 dagsetning kemur síðar)
Hægt er að fletta upp í gagnabanka um viðburði fyrir alla geira atvinnulífsins hér á vefsíðu EEN.
Fyrirtækjastefnumót og tengslaráðstefnur er kjörið tækifæri til að vaxa og tengjast öðrum á evrópskum vettvangi.
Ekki bíða, byrjaðu að undirbúa
- Veldu viðburð sem hentar
- Skráðu þig á fyrirtækjastefnumót
- Skrifaðu góðan þátttökuprófíl
- Bókaðu fundi
Velkomið að hafa samband til að fá ráð um hvaða viðburður hentar best fyrir þitt fyrirtæki eða ef þú þarft aðra aðstoð.