Fjármögnun & styrkir
Við aðstoðum lítil og meðalstór fyrirtæki gegnum stærsta viðskiptatengslanet heims
Við veitum sérsniðna ráðgjöf sem auðveldar fyrirtækjum sókn á nýja markaði og þátttöku í alþjóðlegu samstarfi.
Hvaða atvinnugrein sem er, við gerum okkar besta til að ráðleggja varðandi markaðstækifæri og styrkjamöguleika sem hjálpa þínu fyrirtæki í aukinni alþjóðasókn. Við bjóðum hagnýta ráðgjöf og markvissar markaðsupplýsingar og veitum stuðning út ferilinn.
Við getum aðstoðað þig varðandi spurningar um fjármögnun gegnum styrki ESB, lög- og reglugerðir, CE-merkingar, tolla og virðisaukaskatt á innri markaðnum ásamt öðrum málefnum tengdum alþjóðavæðingu og evrópska markaðnum. Við aðstoðum einnig við fjárfestakynningar.
Hér að neðan eru hlekkir á hagnýtar upplýsingarsíður:
- Yfirlit evrópskra styrkjamöguleika
- Hugverkavernd
- Hagnýtar upplýsingar til að stunda viðskipti í Evrópu
- Allt sem þú þarft að vita varðandi inn- og útfluttning í Evrópu