EBAN, European Business Angels Network eru evrópsk englafjarfestingasamstök sem halda sitt árlega þing í Kaupmannahöfn 3.-5. júní nk.
EBAN þingið er vettvangur helstu englafjárfesta í Evrópu, leiðtoga og sérfræðinga úr öllum geirum atvinnulífsins. Hér er einstakt tækifæri til að kynna sprotafyrirtæki sitt fyrir alþjóðlegum fjárfestum að ógleymdri tengslamyndun.
Opið fyrir umsóknir til að komast á EBAN þingið frá sprotafyrirtækjum. Enterprise Europe Network (EEN) í samstarfi við EBAN og Danish Business Angels – DanBAN er með Start-up Call fyrir EBAN þingið 2025 í Kaupmannahöfn, 3.-5. júní.
Upplýsingar og dagskrá: EBAN þingið 2025
Hverjir geta sótt um styrk fyrir EBAN 2025:
- Fyrirtæki á byrjunarstigi úr öllum atvinnugeirum
- Fyrirtæki sem hefur tryggt sér fjármögnun að upphæð 150 þús – 2 M Evra
Í boði er:
- 2 ókeypis miðar á EBAN þingið
- Kynning (pitch) fyrir fjárfestum
- Auka kynning á völdum prófil
- Aðgangur að námskeiðum og fundum
- Tengslamyndun og networking
- Sýnileiki á kynningarbás
- Afsláttur á aukamiðum
Hvernig á að sækja um:
- Senda inn umsókn fyrir 15. apríl í gegnum investEU portal
- Eftir forval, þarf að senda inn stutt kynningarmyndband (pitch) um nýsköpunarfyrirtækið.
- Tilkynnt um umsækjendur í byrjun maí.
Ekki missa af þessu frábæra tækifæri til að kynna sportafyrirtæki þitt á einum af stærstu nýsköpunarviðburði Evrópu!
Allar nánari upplýsingar veita tengiliðir okkar hjá EEN á Íslandi, sendu okkur línu og/ eða skoðaðu leiðbeiningarnar hér.
Við hlökkum til að sjá ykkur í Kaupmannahöfn í júní!
ATH Sértilboð fyrir EEN félaga!
EEN félagar fá 15% afslátt af miðum með kóðanum EBAN2025EEN Skráning hér.