Tækifæri til vaxtar er námskeið ætlað fyrirtækjum og frumkvöðlum á Norðurlandi. Námskeiðið verður haldið í húsnæði Drift EA að Standgötu 1 á Akureyri. Í boði er einnig einstaklings- og fyrirtækjaráðgjöf.
Námskeiðið hentar:
- Lítil og meðalstór fyrirtæki á Norðurlandi
- Frumkvöðlar
- Allir sem vilja auka möguleika sína á styrkjum, tengslaneti og vexti, bæði hér heima og á alþjóðavettvangi
Leiðbeinendur:
Mjöll Waldorff og Sigþrúður Gudnadóttir. Þær eru báðar sérfræðingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís og hluti af alþjóðateymi sviðsins og starfa að verkefninu Enterprise Europe Network. Þær búa að áralangri reynslu þegar kemur að stuðnings- og styrkjaumhverfinu, bæði hér innanlands og erlendis.
Dagskrá námskeiðsins: Tækifæri til vaxtar
8:30-9:00 Skráning og morgunkaffi
- 9:00-9:15 Kynning á dagskrá og markmiðum
- 9:15-9:45 Innlendir styrkir, stuðningur við nýsköpun
- 9:45-10:45 Erlendir styrkir
10:45-11:00 Kaffihlé og tengslamyndun
- 11:00-12:00 Horizon Europe
- 12:00-12:30 Greining á styrkhæfi
12:30-13:30 Hádegisverður og tengslamyndun
- 13:30-14:00 Enterprise Europe Network
- 14:00-14:30 Pitch þjálfun
- 14:30-15:00 Lokaorð og næstu skref
Dagsetning: 22. október 2025, kl. 8.30-15.00
Fyrirtækja- og einstaklingsráðgjöf, er í boði þann 23. október. Sérstök skráning verður á námskeiðinu sjálfu.
Staðsetning: Drift EA, Strandgata 1, Akureyri
Námskeiðið er í samstarfi við:
Drift EA miðstöð frumkvöðla og nýsköpunar
EDIH-IS – Miðstöð stafrænnar nýsköpunar
Enterprise Europe Network Iceland