Dagana 28.-30. október 2025 standa Rannís – The Icelandic Centre for Research og EDIH-IS – Miðstöð stafrænnar nýsköpunar í samstarfi við Enterprise Europe Network (EEN) á Íslandi og Icearma – Icelandic Association of Research Managers and Administrators fyrir námskeiði um hvernig á að undirbúa og skrifa samkeppnishæfar umsóknir í Horizon Europe og Evrópska rannsóknaráðsins (ERC).
Námskeiðið er sniðið fyrir:
- Vísindafólk
- Umsækjendur
- Verkefnastjóra
- Rannsóknastjóra og aðila sem koma að undirbúningi Horizon verkefna
- Öllum sem vilja styrkja færni sína í gerð styrkumsókna fyrir rannsóknir og nýsköpun innan ESB
Leiðbeinandi er Jitka Eryilmazova, Ph.D.
Jitka er forstöðumaður Horizon Europe Pre-Awards Services hjá EFMC (European Fund Management Consulting). Hún býr yfir áralangri reynslu sem yfirmatsmaður Horizon umsókna. Jitka hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir nám og störf og á að baki meira en 18 ára reynslu úr atvinnulífinu sem og fræðasamfélaginu. Jitka er með doktorsgráðu í byggingarlíffræði frá Birkbeck College, Háskólanum í London.
Staðsetning: Hannesarholt, Grundarstíg 10, Reykjavík
Tímasetning: Kl. 10:00–17:00, alla daga
Kennsla fer fram á ensku
Námskeiðið er tvískiptt en þrír möguleikar eru í boði:
- 28.-29. okt: Horizon Europe – Almenn umsóknarskrif: 40.000 kr.
- 30. okt: ERC umsóknarskrif: 20.000 kr.
- 28.-30. okt: Allt námskeiðið: 50.000 kr.
Innifalið í verði: námskeiðsgögn, hádegismatur og kaffiveitingar.
Félagsfólk í ICEARMA fær 10.000 kr. afslátt.
Hámarksfjöldi þátttakenda er 45