Stefnir þú á bandaríkjamarkað?

ISAAC Boot Camp er eins dags vinnustofa ætluð fyrirtækjum og frumkvöðlum sem stefna á bandaríkjamarkað og snýr hún að því að veita frumkvöðlum og fyrirtækjum heildar yfirsýn yfir leiðir til að ná árangri á bandaríkjamarkaði.

 

Vinnustofan verður haldin 5.des nk. á Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Hvert er virðið?

Farið verður yfir mál sem brenna á fyrirtækjum sem stefna á bandaríkjamarkað eins og markaðinn í heild sinni, viðskipta – og markaðsþróun, fjármögnunarleiðir, lög og reglur og skattamál svo fátt eitt sé nefnt. Einnig verða sérfróðir aðilar á staðnum sem deila reynslu og þekkingu til að þátttakendur fái sem mest út úr vinnustofunni. Vinnustofan er ókeypis. Síðast en ekki síst, ISAAC er viðskiptahraðall sem hefur það aðal markmið að styðja við erlend fyrirtæki með mikla vaxtarmöguleika að komast inn á bandaríkjamarkað, því er tilvalið að nýta sér þennan dag og fá svör og leiðsögn frá sérfræðingum.

Samstarf þriggja aðila

ISAAC Atlanta skipuleggur og leiðir þessa vinnustofu í samstarfi við Enterprise Europe Network á Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Bandaríska sendiráðið.

Hægt er að skrá sig hér

Nýsköpunarkraftur íslenskra fyrirtækja er á heimsmælikvarða

Nú á dögum skipulagði íslenska skrifstofa Enterprise Europe Network með belgísku Enterprise Europe Network skrifstofunni fyrirtækjaheimsókn nokkurra belgískra fyrirtækja til Íslands. Megin markmið heimsóknar var að sækja innblástur til fyrirtækja á Íslandi sem hafa orð á sér að vera gædd miklum nýsköpunarkrafti. Sett var upp heimsókn til 11 fyrirtækja og hjá hverju og einu var tími gefinn fyrir kynningu, umræður og jafnvel fundi. Í heimsókn til Nýsköpunarmiðstöðvar, kom Helga Dögg frá Atmonia til að tala um þeirra verkefni, Selective Humans spjallaði við hópinn um hugmyndina sína sem snýr meðal annars að því að upplýsa neytendur nánar um innihald matvara í innkaupum. DTE rölti með þau í gegnum þeirra skrifstofur. Síðan tóku Solid Clouds  móti þeim á Seltjarnarnesið til að kynna þau fyrir verkefninu Starborne tölvuleiknum. Heimsóknirnar munu vonandi opna á frekari möguleika hjá báðum aðilum og fylgjumst við spennt með framhaldinu.  Enterprise Europe Network skipuleggur fyrirtækjaheimsóknir með sínum viðskiptavinum því þær bera árangur því við sjáum til þess að sameiginlegur ávinningur beggja aðila sé í fyrirrúmi. Traust viðskiptasambönd er aðalatriðið hér ásamt víðu tengslaneti.

 

 

Tengsl við erlenda viðskiptaaðila – skilvirk leið sem skilar árangri

Í gagnagrunni Enterprise Europe Network má finna ýmis tækifæri sem geta aukið samkeppnishæfni þíns fyrirtækis. Gagnagrunnur Enterprise Europe Network er stærsti sinnar tegundar í Evrópu og er uppfærður með nýjum tækifærum vikulega.

Hvort sem fyrirtæki eru í leit að samstarfsaðilum í rannsóknarverkefni eða vilja komast í samband við umboðs, – sölu eða samstarfsaðila utan um vörur eða þjónustu á, getur Enterprise Europe Network aðstoðað eftir bestu getu.

Til að leita í gagnagrunninum er leitarorð slegið inn og svo hakað við viðeigandi svið til að fá sem besta niðurstöðu. Ef þú finnur áhugavert samstarfstækifæri þá skaltu láta starfsfólk Enterprise Europe Network á Íslandi vita svo hægt sé að fylgja leitinni á eftir, eins geta þeir aðstoðað við leit í gagnagrunninum.

ReonEngineering nýtti þessa þjónustu Enterprise Europe Network um daginn með góðum árangri.

ReonEngineering teymið nýtti sér samstarfsleit Enterprise Europe Network á Íslandi

Enterprise Europe Network átti samtal við íslenska fyrirtækið ReonEngineering um hvaða þjónustu Enterprise Europe Network gæti boðið þeim.  Eftir nokkra fundi og tölvupósta við Enterprise Europe Network Netverkið var komist að þeirri niðurstöðu að ReonEngineering gæti nýtt sér samstarfsleit Enterprise Europe Network, Fyrirtækinu vantaði samstarfsaðila í Þýskalandi út af rannsóknarverkefni sem var í vinnslu. Starfsfólk netverksins hóf leit í gagnagrunni Enterprise Europe Network að réttum aðilum. Árangur leitarinnar var arðbær og fundust tveir aðilar í Þýskalandi sem svöruðu kröfum ReonEngineering. Haft var samband við samstarfsaðila Netverksins í Þýskalandi, tengiliði þeirra sem ReonEngineering vildi komast í samband við. Samstarfsaðilar Netverksins komu síðan fyrirtækjunum í beint samband við hvort annað til að skoða samstarfsmöguleika og möguleg samlegðaráhrif. Í framhaldi áttu þau fund um mögulegt samstarf og úr varð viðskiptasamband sem vonandi verður til framtíðar.

Netverkið hefur þá kosti að hafa staðbundna samstarfsaðila sem geta haft beint samband við fyrirtæki sem sótt er eftir samtarfi við. Eins býr netverkið yfir viðamiklum gagnagrunni af viðskiptatækifærum sem hægt er að leita í eftir samstarfi.

 

Hafðu endilega samband við Enterprise Europe Network til að fá nánari upplýsingar og/eða aðstoð.

Viltu eiga fund með fyrirtækjum með framtíðar samstarf í huga? – Enterprise Europe Network aðstoðar þig

Enterprise Europe Network á Íslandi hjálpar fyrirtækjum að vaxa hraðar með sérsniðnum tólum. Fyrirtækjaheimsóknir (Company mission) er eitt þeirra. Í samvinnu við samstarfsaðila okkar í Enterprise Europe Network netverkinu komum við á fundum á milli viðeigandi fyrirtækja annaðhvort hér eða erlendis. Við sjáum til þess að sameiginlegur ávinningur beggja aðila sé í fyrirrúmi. Traust viðskiptasambönd er aðalatriðið hér ásamt víðu tengslaneti.

Enterprise Europe Network í Danmörku hélt í lok október fyrirtækjaheimsókn í samstarfi við EEN á Íslandi. Dönsk og grænlensk fyrirtæki í sjávarútvegi og sjóflutningum komu til Íslands og heimsóttu 11 hagsmunaaðila meðal annars Eimskip, Orbicon Arctic, íslenska sjávarklasann og Viðskiptaráð. Heimsóknin varð mjög árangursrík. Eftirfarandi umsögn Linn Indrestrand þróunarstjóri Port of Hirtshals er merki um það hversu mikilvægt er að tengja fyrirtæki og fólk til að framtíðarviðskiptasamband myndist „We had a great follow-up meeting and the trip in general was absolutely positive. Your service and the meeting you arranged were very well organized. We are planning another more dedicated trip to Iceland“ Við hvetjum fyrirtæki sem vilja komast í samband við fyrirtæki erlendis að hafa samband við okkur hér.

 

 

 

Íslenska fyrirtækið Kara Connect eitt af 6 árangurssögum „Ready to Grow“

Árlega fer Enterprise Europe Network af stað með herferðir utan um árangurssögur fyrirtækja sem hafa fengið stuðning frá Enterprise Europe Network í sínu heimalandi og/eða erlendis. Kallast þær „Ready to Grow“

Íslenska fyrirtækið Kara Connect varð nýlega fyrir valinu sem „Ready to Grow“ árangurssaga og er núna hluti af kara connect þar sem sex evrópsk fyrirtæki fá umfjöllun á Twitter og á miðlægri heimasíðu þeirra. Hægt er að lesa um hennar árangurssögu á heimasíðu Enterprise Europe Network og á Twitter er myndskeið af sögu fyrirtækisins.

Vilt þú taka þátt í þessari vegferð með okkur?  Hafðu samband við okkur á Enterprise Europe Network á Íslandi

Enterprise Europe Network er alþjóðlegt netverk í yfir 60 löndum sem sérhæfir sig í að aðstoða fyrirtæki í nýsköpun og alþjóðlegum vexti. Netverkið hefur á síðastliðnum 10 árum byggt upp stórar miðlægar netrásir til að dreifa fréttum, myndböndum og viðtölum við fyrirtæki sem eru staðsett um allan heim. Eitt af lykilatriðum markaðsfræðinnar er að dreifa upplýsingum um fyrirtæki og vöru á sem flesta viðeigandi staði til að ná athygli. Þó svo að t.d. Twitter netverkið skáki ekki Katie Perry í sínu aðgengi að fjöldanum, þá eru þessir miðlar að tala við sérsniðin markhóp sem skiptir einmitt máli fyrir fyrirtæki í vexti.

Því er tilvalið að nýta þetta tækifæri, þínu fyrirtæki algjörlega að kostnaðarlausu, og senda inn árangurssögu sem á möguleika að ná athygli ekki bara í Evrópu heldur um allan heim. Netverkið er með skrifstofu á Íslandi og hægt að heyra í okkur varðandi árangurssöguna og þá þjónustu sem við bjóðum upp á hér

 

Það sem þarf vera fyrir hendi er:

Verkefnið þarf að vera efnilegt og hafa getu til að vaxa erlendis.

Fyrirtæki þurfa að hafa þegið stuðning frá Enterprise Europe Network

Rekstur þarf vera hafinn með góðum árangri og metnaður þarf að vera til staðar um verulegan alþjóðlegan vöxt og fela í sér atvinnutækifæri.

 

Möguleiki á enn umsvifameiri umfjöllun

Fyrirtæki sem taka þátt í þessu verkefni eiga tækifæri á enn frekari og umsvifameiri umfjöllun sem endar með fullbúnu myndbandi eins og sjá má í myndbandi um fyrirtæki í Austurríki sem sérhæfir sig í gerð hugbúnaðar sem breytir texta í táknmál.

Stefnir þitt fyrirtæki á Bandaríkjamarkað?

Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi, í samvinnu við Enterprise Europe Network og Nýsköpunarmiðstöð Íslands, kynna upplýsinga– og tengsla fund þann 28 mars kl 16:00 í sendirherrabústaðnum á Mánagötu 5, 8. hæð. Fjallað verður um SelectUSA og þá þjónustu sem erlendum fyrirtækjum og fjárfestum býðst sem stefna á Bandaríkjamarkað, og umsóknarferlið fyrir SelectUSA Summit 2017 sem verður haldið í Washington í júní.

Nánari dagskrá og skráning á síðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Ný heimasíða

Enterprise Europe Network á Íslandi hefur nú opnað nýja heimasíðu sem vonandi sýnir þjónustu okkar á aðgengilegan hátt og mun auðvelda fyrirtækjum að nýta þjónustu okkar. Ekki hika við að hafa samband, við erum til þjónustu reiðubúin.