European Geothermal Congress 2025

6.–8. október 2025 í Kongresshaus Zürich, Sviss

Á European Geothermal Congress (EGC) 2025  verður sérstakur hliðarviðburður, tengslaráðstefna (matchmaking event, 1:1 meetings) sem haldin verður dagana 7. og 8. október 2025 í Kongresshaus Zürich, í miðborg Zürich, Sviss.

Um tengslaráðstefnuna

Tengslaráðstefnan er hluti af formlegri dagskrá EGC 2025 og er skipulögð með það að markmiði að auðvelda markvissa tengslamyndun og samstarf milli lykilaðila í jarðvarmageiranum, allt frá fyrirtækjum og fjárfestum til rannsakenda, ráðamanna og frumkvöðla.

Með því að taka þátt færðu tækifæri til að:

  • Bóka fyrirfram fundi með öðrum þátttakendum í gegnum stafrænt skráningarkerfi

  • Kynnast nýjum samstarfsaðilum og viðskiptavinum innan evrópska jarðvarmageirans

  • Skoða möguleika á fjármögnun, nýsköpun og samvinnuverkefnum

  • Fá dýrmæta innsýn í þróun, stefnumótun og nýjustu tækni á sviði jarðvarma og sjálfbærrar orku

Tengslaráðstefnan er opin öllum skráðum þátttakendum EGC og er frábær viðbót fyrir þá sem vilja nýta tímann til fulls og efla sitt tengslanet innan evrópsks orku- og jarðvarmasamfélags.

Um staðsetningu

Viðburðurinn fer fram í Kongresshaus Zürich, glæsilegu ráðstefnuhúsi við strönd Zürich vatnsins. 


Hvetjum alla þátttakendur EGC 2025 til að nýta þetta einstaka tækifæri til samstarfs og vaxtar

Nánari upplýsingar og skráning á vefsíðu viðburðarins.

Hvað er tengslaráðstefna eða fyrirtækjastefnumót