Master Class námskeið: Frá viðskiptahugmynd til fjármögnunar verður í boði hér á Íslandi fimmtudaginn 24. október næstkomandi. Námskeiðið verður haldið í Grósku kl. 10-14.
Master Class námskeiðið er í umsjá Uffe Bundgaard-Joergensen, framkvæmdastjóri Gate2Growth.
Markmið námskeiðsins er að leiðbeina frumkvöðlum í gegnum lykilþætti í gerð árangursríkrar viðskiptaáætlunar og öflunar fjármagns.
Fjallað verður um hvernig má sameina fjármögnun úr einkageiranum með opinberum styrkjum, með sérstakri áherslu á styrki frá ESB, eins og fjármögnunarleiðir EIC og EU Innovation Fund. Þátttakendur munu læra hvernig hægt er að nýta þessa styrki til að brúa bilið í fjármögnun og auka trúverðugleika gagnvart fjárfestum.
Þátttakendur fá aðgang að sérsniðnu efni, þar á meðal glærum, viðskiptaáætunum og öðru efni frá Gate2Growth í þrjá mánuði.
Að auki verða persónulegir ráðgjafatímar með Uffe í boði í byrjun eða lok dags, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að fá einstaklingsbundna endurgjöf.
Viðburðurinn hentar vel fyrir frumkvöðla sem vilja dýpka skilning sinn á fjármögnunarleiðum og öðlast hagnýt verkfæri til að koma viðskiptahugmyndum sínum í framkvæmd.
Viðburðurinn er haldinn af Miðstöð starfrænnar nýsköpunar á Íslandi – EDIH á Íslandi (European Digital Innovation Hub) í samstarfi við EEN á Íslandi (Enterprise Europe Network).
Viðburðurinn er ókeypis og fer fram á ensku.
Vinsamlegast athugið að takmarkað pláss er í boði og því nausðynlegt að skrá sig í gegnum vef Rannís.