Í gagnagrunni Enterprise Europe Network má finna ýmis tækifæri sem geta aukið samkeppnishæfni þíns fyrirtækis. Gagnagrunnur Enterprise Europe Network er stærsti sinnar tegundar í Evrópu og er uppfærður með nýjum tækifærum vikulega.
Hvort sem fyrirtæki eru í leit að samstarfsaðilum í rannsóknarverkefni eða vilja komast í samband við umboðs, – sölu eða samstarfsaðila utan um vörur eða þjónustu á, getur Enterprise Europe Network aðstoðað eftir bestu getu.
Til að leita í gagnagrunninum er leitarorð slegið inn og svo hakað við viðeigandi svið til að fá sem besta niðurstöðu. Ef þú finnur áhugavert samstarfstækifæri þá skaltu láta starfsfólk Enterprise Europe Network á Íslandi vita svo hægt sé að fylgja leitinni á eftir, eins geta þeir aðstoðað við leit í gagnagrunninum.
ReonEngineering nýtti þessa þjónustu Enterprise Europe Network um daginn með góðum árangri.
Enterprise Europe Network átti samtal við íslenska fyrirtækið ReonEngineering um hvaða þjónustu Enterprise Europe Network gæti boðið þeim. Eftir nokkra fundi og tölvupósta við Enterprise Europe Network Netverkið var komist að þeirri niðurstöðu að ReonEngineering gæti nýtt sér samstarfsleit Enterprise Europe Network, Fyrirtækinu vantaði samstarfsaðila í Þýskalandi út af rannsóknarverkefni sem var í vinnslu. Starfsfólk netverksins hóf leit í gagnagrunni Enterprise Europe Network að réttum aðilum. Árangur leitarinnar var arðbær og fundust tveir aðilar í Þýskalandi sem svöruðu kröfum ReonEngineering. Haft var samband við samstarfsaðila Netverksins í Þýskalandi, tengiliði þeirra sem ReonEngineering vildi komast í samband við. Samstarfsaðilar Netverksins komu síðan fyrirtækjunum í beint samband við hvort annað til að skoða samstarfsmöguleika og möguleg samlegðaráhrif. Í framhaldi áttu þau fund um mögulegt samstarf og úr varð viðskiptasamband sem vonandi verður til framtíðar.
Netverkið hefur þá kosti að hafa staðbundna samstarfsaðila sem geta haft beint samband við fyrirtæki sem sótt er eftir samtarfi við. Eins býr netverkið yfir viðamiklum gagnagrunni af viðskiptatækifærum sem hægt er að leita í eftir samstarfi.
Hafðu endilega samband við Enterprise Europe Network til að fá nánari upplýsingar og/eða aðstoð.