ISAAC Boot Camp er eins dags vinnustofa ætluð fyrirtækjum og frumkvöðlum sem stefna á bandaríkjamarkað og snýr hún að því að veita frumkvöðlum og fyrirtækjum heildar yfirsýn yfir leiðir til að ná árangri á bandaríkjamarkaði.
Vinnustofan verður haldin 5.des nk. á Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Hvert er virðið?
Farið verður yfir mál sem brenna á fyrirtækjum sem stefna á bandaríkjamarkað eins og markaðinn í heild sinni, viðskipta – og markaðsþróun, fjármögnunarleiðir, lög og reglur og skattamál svo fátt eitt sé nefnt. Einnig verða sérfróðir aðilar á staðnum sem deila reynslu og þekkingu til að þátttakendur fái sem mest út úr vinnustofunni. Vinnustofan er ókeypis. Síðast en ekki síst, ISAAC er viðskiptahraðall sem hefur það aðal markmið að styðja við erlend fyrirtæki með mikla vaxtarmöguleika að komast inn á bandaríkjamarkað, því er tilvalið að nýta sér þennan dag og fá svör og leiðsögn frá sérfræðingum.
Samstarf þriggja aðila
ISAAC Atlanta skipuleggur og leiðir þessa vinnustofu í samstarfi við Enterprise Europe Network á Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Bandaríska sendiráðið.
Hægt er að skrá sig hér