EENergy er verkefni styrkt af Evrópusambandinu sem veitir 900 x 10.000 Evru styrk til fyrirtækja um alla Evrópu til að innleiða ráðstafanir til að draga úr orkunotkun og þar með kolefnisfótspori sínu.
Styrkurinn er ætlaður litlum og meðalstórum fyrirtækjum og er eingöngu veittur til verkefna til að bæta orkunýtingu.
Styrkupphæð er að hámarki 10.000 Evrur. Alls eru 900 styrkir í boði yfir tveggja ára tímabil.
Sótt er um styrkinn á vefsíðu verkefnisins: www.eenergy-project.eu. Í umsókn þurfa að koma fram:
- nákvæmar upplýsingar um fyrirtækið þitt
- hvaða orkunýtingarumbætur skal gera
- umfang mögulegra umbóta (kostnaðaráætlun)
Allir umsækjendur sem uppfylla grunnskilyrði verkefnisins eiga jafna möguleika og er valið af handahófi úr öllum umsóknum.
Umsóknarfrestur
Fyrir nánari upplýsingar vinsamlegast hafðu samband við sjálfbærniráðgjafa hjá Enterprise Europe Network á Íslandi á netfanginu sigthrudur.gudnadottir@rannis.is. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar og sækja um til 15. apríl 2024 í gegnum vefsíðu verkefnisins https://eenergy-project.eu/.