Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Fyrirtækjastefnumót á IceFish 2024

19 September, 09:00 - 16:00

Fjórtánda Íslenska sjávarútvegssýningin verður haldin í Smáranum 18.-20. september 2024 og er þetta sérstök afmælissýning enda eru nú fjörutíu ár síðan IceFish var haldin fyrst. Icefish 2024 er viðburður sem enginn sem tengist sjávarútvegi og aðliggjandi greinum getur láta fram hjá sér fara. Á sýningunni má sjá nýjustu tæki, búnað og þjónustu sem sjávarútveginum býðst, allt frá fiskileit, veiði, vinnslu og pökkun, til markaðssetningar og dreifingar fullunnar vöru. Fiskeldið eflist stöðugt og sömuleiðis það markmið að ná hundrað prósent nýtingu sjávarfangs, og hafa sýningarþættir sem tengjast þeirri miklu framþróun aukist stöðugt.

Enterprise Europe Network heldur fyrirtækjastefnumót í tenglum við Íslensku sjávarútvegssýninguna. Þar gefst fyrirtækjum kjörið tækifæri á að efla tengslanet sitt í sjávarútveginum.

Viðburðurinn er ætlaður öllum þátttakendum sjávarútvegssýningarinnar, eins og fyrirtækjum, klösum og hagsmunaaðilum í greininni, m.a. í tengslum við fiskveiðar, fiskeldi, vinnslu, markaðsmál og dreifingu og flutning á sjó. Fyrirtækjastefnumótið er góð leið til að stækka tengslanetið og hitta nýja viðskiptavini. Í þátttöku felst meðal annars:

  • Aukinn sýnileiki þíns fyrirtækis
  • Aukið aðgengi að fjölda fyrirtækja og hagsmunaðilum
  • Markvissir og stuttir fundir sem eru valdir og staðfestir fyrirfram

Á síðustu sýningum hefur þátttaka og árangur af fyrirtækjastefnumótinu verið afar góð, sem dæmi þá voru árið 2017 yfir 90 þátttakendur frá 24 löndum sem áttu yfir 100 viðskiptafundi.

Viðburðurinn er gjaldfrjáls.

Details

Date:
19 September
Time:
09:00 - 16:00
Event Category:
Event Tags:
,
Website:
https://www.b2match.com/e/matchmaking-at-icefish-2024

Organisers

Enterprise Europe Network
Mercator Media Ltd

Venue

Fífan, Smárinn
Smárinn, Dalsmári 5
Kópavogur, 200 Iceland
+ Google Map