Kara Connect er fyrirtæki sem hefur brotið upp gamlar hefðir varðandi heilbrigðisþjónustu á líkama og sál. Þorbjörg stofnandi og hennar teymi hafa barist ötullega fyrir því að heilbrigðisþjónusta komist til allra þeirra sem geta ekki sótt hana vegna landfræðilegra hindrana eða annara.
Enterprise Europe Network á Íslandi fékk að stíga inn í þeirra vegferð til að tengja þau inn á sænska markaðinn í samstarfi við sænska netverkið Företagarna | Swedish Federation of Business Owners Enterprise Europe Network Stockholm. Í framhaldi opnuðu þau skrifstofu þar. Þarna sannaðist máttur alþjóðlegs tengslanets.
Myndbandið sýnir vel hversu hversu miklu þetta flotta teymi hefur áorkað.
Til hamingju Kara Connect.