Málþing um ávinning íslenskra þátttakenda í evrópskum rannsókna- og nýsköpunaráætlunum.
Rannís boðar til opins málþings um þær evrópsku rammaáætlanir sem hýstar eru hjá Rannís (Horizon Europe, Life og Digital Europe, auk þjónustu EEN).
Málþingið er haldið á Grand hótel Reykjavík kl. 14:00 – 17:00.
Málþingið er hugsað sem stöðutaka á árangri Íslands fyrstu þrjú ár rammaáætlunarinnar og sem vettvangur fyrir þátttakendur og mögulega umsækjendur í rammaáætlanirnar að bera saman bækur og kynnast.
Dagskrá
- 13:30 Hús opnar og skráning
- 14:00 Ávarp
– Clara Ganslandt, sendiherra ESB á Íslandi
- 14:05 Opnunarerindi
– Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Rannís
- 14:20 Reynslusögur, myndbönd þar á milli
- 14:25 Pallborðsumræður: „Vegferð styrkjaumsókna og ráð frá þátttakendum“
– Þórhallur Magnússon, Háskóli Íslands
– Hólmfríður Elvarsdóttir, Tern Systems
– Þóra Óskarsdóttir, Fab Lab Reykjavík
– Hörn Valdimarsdóttir, Defend Iceland
Pallborðsstjóri: Sigurður Óli Sigurðsson, sviðsstjóri rannsókna- og nýsköpunarsviðs Rannís.
- 14:45 Reynslusögur – myndbönd þar á milli
- 14:50 Pallborðsumræður: „Hvernig geta stofnanir og fyrirtæki stutt við árangursríkar umsóknir“
– Oddur Már Gunnarsson, Matís
– Gyða Einarsdóttir, Samband íslenskra sveitafélaga
– Lilja Tryggvadóttir, Orkuveitan
– Hulda Proppé, Háskóli Íslands
Pallborðsstjóri: Sigrún Ólafsdóttir, sérfræðingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís
- 15:10 Reynslusögur – myndbönd þar á milli
- 15:15 Léttar veitingar og spjall
- 16:30 Málþingi lýkur
Fundarstjóri: Kolfinna Tómasdóttir, sérfræðingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís
Málþingið er opið, og eru öll sem starfa við rannsókna- og nýsköpunarumhverfið á Íslandi hvött til að sitja málþingið. Fyrrum styrkþegar í áætlununum eru sérstaklega velkomnir.
Nauðsynlegt er að skrá sig í gegnum vef Rannís.
Fyrri hluta málþingsins verður streymt, en við hvetjum sem flest að mæta í hús til að efla sitt tengslanet.