GeoSilica

GeoSilica var stofanð árið 2012 af Fidu Abu Libdeh út frá lokaverkefninu hennar í orku- og umhverfistæknifræði. GeoSilica framleiðir náttúruleg fæðubótarefni í vökvaformi til daglegrar inntöku, sem hjálpa til við endurnýjun líkamans frá toppi til táar. Vörur þeirr eru unnar úr 100% náttúrulegt hágæða kísilsteinefni úr jarðhitavatni frá Hellisheiðarvirkjun.
Sem nýsköpunarfyrirtæki nýtir GeoSilica sér þjónustu Enterprise Europe Network. Í myndbandi hér að neðan er starfsemi Geosilica betur kynnt og hvernig fyrirtækið nýtti sér þjónustu Enterprise Europe Network.

Samstarfið Enterprise Europe Network við Geosilica
Enterprise europe network hitti Geosilica fyrst árið 2014 með ráðgjöf varðandi stöðu fyrirtækisins og frekari vaxtarmöguleika. Í framhaldi átti Geosilica fund með Enterprise Europe Network um evrópska styrkjamöguleika og samstarfsleitina. Eftir fundinn lagði Geosilica mat á möguleika þeirra innan fjármögnunarkerfisins og síðar sóttu þau um og hnepptu fasa I SME instrument styrkinn.
Árið 2019, fundaði Mjöll aftur með GeoSilica til að fara yfir frekari fjármögnunartækifæri sem væru í boði, eins og Eurostars. Fyrr á sama árinu aðstoðaði Mjöll þau við að mæta á B2Match ráðstefnu á Natural and Organic Show í London. Í Á fyrirtækjastefnumótinu átti Geosilica fund með dreifingaraðila og í dag eru þeir nú dreifingaraðili Geosilica í Finnlandi.
Snemma árs 2021 aðstoðaði netverkið Geosilica við að klára prófíl sem síðar var birtur í gagnagrunni netkerfisins. Sú vinna er enn í gangi í nánu samstarfi við Geosilica.

Fyrirtækið hefur haft margvísleg samskipti við Enterprise Europe Network í gegnum árum. Ennfremur hafa samskiptin verið í báðar áttir og það fyrirkomulag auðveldað báðum aðilum að koma auga á mögulegan stuðning.

Laki Power

Laki Power er nýsköpunarfyrirtæki sem var stofnað árið 2015 til að þróa upp­finn­ingu Óskars H. Val­týs­son­ar. Laki Power þróar og fram­leiðir eftirlitstæki til þess að fylgj­ast með ástandi há­spennu­lína. 
Sem nýsköpunarfyrirtæki nýtti Laki Power sér þjónustu sem Enterprise Europe Network veitir, en hér að neðan má sjá myndband sem var gert í samstarfi með Laki Power.

Samstarf Enterprise Europe Network við Laki Power
Enterprise Europe Network hitti fyrst Laki Power árið 2015 á viðburði haldinn var af Icelandic Startups hagsmunaaðila netverksins. þar ræddi fyrirtækið stöðu og vaxtarmöguleika og hvar netverkið gæti komið inn með aðstoð. Í framhaldi átti Enterprise Europe Network og Laki fund um alþjóðleg fjármögnunartækifæri og samstarfsleit.
Eftir fundinn fór Laki að leggja mat á valkosti í evrópska fjármögnunarkerfinu og sótti síðar um H2020. Í því ferli fékk Laki ítarlega ráðgjafarþjónustu varðandi almenna fjármögnun, aðgang að fjármagni, leiðsögn við umsóknina í SME instrument fasa II og síðar pitch þjálfun fyrir kynningu á umsókn sinni í Brussel.
Laki hefur nokkrum sinnum hlotið styrk frá tækniþróunarsjóði Rannís. Árið 2017 og 2020 var LakiPower eitt fárra verkefna sem hlaut hæsta styrkinn sem tækniþróunarsjóður veitti í sumarútkalli sínu. Mikil samkeppni ríkir um sjóðinn og er meðal árangur 8% af heildarfjölda umsókna fyrir alla styrkhluta og einungis 2,5% árangur fyrir hæsta styrk af heildarfjölda umsókna.
Í byrjun árs 2021 hlaut LakiPower 2,1 millj­óna evra H2020 SME Instrument fasa II styrk frá Evr­ópu­sam­band­inu til að þróa tækn­ina áfram og efla sölu- og markaðsstarf á er­lend­um mörkuðum. Eftir að Laki hlaut styrkinn aðstoðaði netverkið þá með góðum árangri að finna þjálfara fyrir fyrirtækið sitt.

Fyrirtækið hefur haft margvísleg samskipti við Enterprise Europe Network. Ennfremur hafa samskiptin verið í báðar áttir og það fyrirkomulag auðveldað bæði fyrirtæki og netverki að koma auga á mögulegan stuðning. Laki er gott dæmi um hvernig árangursríkur stuðningur Enterprise Europe Network virkar í raunveruleikanum.

Hefring Marine

Hefring er hugbúnaðarfyrirtæki sem stofnað var árið 2018 í Reykjavík. Hefring framleiðir snjallsiglingakerfi Hefring Marine en hlutverk hans er að verja báta og draga úr höggum og hættulegum hreyfingum sem verða til vegna samspils bátsins, sjólags, hraða og stefnu.
Sem nýsköpunarfyrirtæki, nýtti Hefring sér þjónustu Enterprise Europe Network. Hér að neðan má sjá myndband sem Enterprise Europe Network gerði í samstarfi við Hefring.

Samstarf Enterprise Europe Network við Hefring
Í byrjun árs 2019 hitti Mjöll, umsjónarmaður netverksins, Hefring á viðburði haldinn af hagsmunaraðilum netverksins. Þar var staða fyrirtækisins og vaxtarmöguleika rædd og ennfremur hvar Enterprise Europe Network gæti stutt við þá vegferð.
Í kjölfarið bókaði Hefring fund með netverkinu til að ræða evrópustyrkjamöguleika. Hefring teymið byrjaði að leggja mat á valkosti í evrópska fjármögnunarkerfinu og sótti síðar um SME instrument fasa II styrk H2020. Hlaut verkefnið Seal of Excellence.

Hefring teymið átti einnig fund með Enterprise Europe Network varðandi valferli inn í samkeppnishæfa þriggja mánaða sjóhraðaáætlunina PortXL í Rotterdam 2020. Hefring Marine var síðar valið úr 2400 umsækjendum til að taka þátt. Til að geta tekið þátt þurfti Hefring að útbúa þriggja mínútna pitch. Netverkið aðstoðaði Hefring með umrætt pitch, viðskiptamódelið, sölustaði og önnur mikilvæg atriði sem tengjast verkefninu þeirra Hefringsteymið leitaði eftir stuðningi varðandi vettvang þeirra, viðskiptahugmyndina, sölustaði og önnur mikilvæg atriði sem tengjast hugmynd þeirra og on-site selection coursell. Netverkið á Íslandi var í samstarfi við netverkið í Hollandi á meðan hraðlinum stóð.

Hefring marine hefur náð frábærum árangri með dyggri aðstoð Enterprise Europe Network. Með hjálp netverksins hefur teymið öðlast nýja samstarfsaðila, þekkingu og tæki til að þróa verkefni sitt áfram. Bæði með leit að samstarfi og tengingum í gegnum PortXL eiga þeir mikla möguleika á framtíðarsamstarfi.