Fyrirtækjastefnumót á ráðstefnu

Fyrirtækið Gekon skipulagði stóra alþjóðlega jarðvarmaráðstefnu – Iceland Geothermal Conference 2016 – og fékk Enterprise Europe Network á Íslandi í lið með sér til að skipuleggja fyrirtækjastefnumót á ráðstefnunni. Fyrirtækjastefnumótið var gríðarlega vel sótt með samtals 96 þátttakendum frá 21 landi og 138 fundum og skilaði sér í samstarfssamningum á milli fyrirtækja, háskóla og opinberra aðila. Hér má sjá 31 sekúndu hraðmyndband af fyrirtækjastefnumótinu.

„Fyrirtækjastefnumót Enterprise Europe Network á ráðstefnunni Iceland Geothermal Conference 2016 var einn af hornsteinum þess að ráðstefnan heppnaðist svona vel. Starfsfólk EEN á kærar þakkir skildar fyrir allt utanumhald og við erum stolt af því að hafa fengið að taka þátt í stærsta fyrirtækjastefnumóti sem haldið hefur verið á Íslandi.

Umsögn frá Gekon

Um Gekon

Gekon er stofnað árið 2009 og er þekkingarfyrirtæki sem starfar á innlendum og erlendum vettvangi á sviði klasastjórnunar, stefnumótunar og samfélagslegra viðfangsefna. Fyrirtækið hefur komið að stofnun fjöldamargra klasa á Íslandi og skipulagt fjöldamargar ráðstefnur á sviði klasamála, m.a. með þátttöku Michael E. Porter, prófessor við Harvard Business School sem er einn þekktasti fræðimaður heims á sviði stefnumótunar og samkeppnishæfni.

Nánari upplýsingar um Gekon, www.gekon.is

Enterprise Europe Network

Enterprise Europe Network